Bogmaðurinn: Einlægni hlýja og ástríki

Elsku Bogmaðurinn minn, þú ert svo mikil ævintýramanneskja, en það hafa ekki öll ævintýrin þín endað eins og þú vildir. Seinna muntu samt sjá að allt hefur verið leiðin að draumum þínum. Það býr í þér svo sterkur heimspekingur að þú getur haft áhuga á öllu eða engu sama daginn. Og með þetta frjóa ímyndunarafl finnurðu réttu lausnirnar og rétta fólkið og þessi bjartsýni er í kringum þig.

Ég veit um eina svo skemmtilega manneskju í þessu merki, sem einu sinni hafði fest bátinn sinn á steini á Þingvallavatni og hún var öll krambúleruð í framan og blæddi mikið. En þá ákvað hún bara að henda sér til sunds í miðju Þingvallavatni og sækja hjálp. Og þar sem hún synti í ísköldu vatninu sagði hún upphátt við sjálfa sig: „Mikið er ég heppin að fá að sjá náttúruna og lífið frá þessu sjónarhorni.“ Að sjálfsögðu náði hún í land, því ekki datt henni annað í hug, því hún er ofurbjartsýn. En það þýðir einfaldlega að sjá lífið í bjartari litum en aðrir og þú ert sannkallað eldmerki sem er tákn einlægninnar, hlýjunnar og ástríkisins.

Þú gætir átt það til síðustu mánuði ársins að fara of hratt og brenna brýr að baki þér, hvort sem það er eitthvað sem þú gerir viljandi eða ekki. Þú vandar allt sem þú gerir og þín eðlislæga hvatvísi á eftir að skrifa skemmtilega kafla í líf þitt næstu mánuði.

Ef þér hefur leiðst í því sem þú hefur verið að gera er nýtt á döfinni, alveg sama hvað þú hefur hangið lengi í því. Því þú ert breytingum háður og elskar liti, ljós og spennu. Allt þetta sem ég er að telja upp er skrifað í skýin fyrir það tímabil sem ert að stökkva inn í.
Það sem þú þarft að hafa að leiðarljósi er að hafa hugrekki sem fyrstu hugsun þegar þú vaknar og hugrekki í ástinni, viðskiptum og samböndum. Þú getur leyft þér að vera mjög spenntur fyrir því sem er að opnast hjá þér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál