Heldur að hann sé frábær í rúminu

Kynlíf er gott ef fólk hlustar á hvort annað.
Kynlíf er gott ef fólk hlustar á hvort annað.

Kona leitar ráða hjá ráðgjafa um kærasta sinn sem virðist ekki hlusta á hana í rúminu.

Kærastinn minn er frábær en hann telur sig vita allt. Sérstaklega í rúminu. Ég hef reynt að sýna honum hvað mér finnst gott og reyni líka að útskýra að þó að fyrrverandi kærusturnar hafi kunnað að meta eitthvað í rúminu þá þýði það ekki að ég geri það. Hann nær samt ekki alveg utan um þetta. Ég er að missa þolinmæðina.

Svar ráðgjafans:

Þó að þér finnist hann frábær þá er frábært fólk yfirleitt nógu gáfað til þess að vita að það sem hentar einum hentar ekki endilega öðrum. Það á sérstaklega við í kynlífi þó að undirstöðuatriðin séu kannski þau sömu.

Það er þessi einstaklingsbundni munur sem gerir ný sambönd spennandi. Maður er að uppgötva eitthvað alveg nýtt um nýja manneskju.

Það að geta átt í opnum samskiptum um kynlíf segir til um gæði sambandsins og traustið sem þar ríkir því ef maður getur ekki rætt um það sem maður þarf þá er til lítils að vera í sambandi. Ef það er ekki hlustað á mann þegar það eina sem maður þarf er snerting aðeins ofar, neðar eða til vinstri, og það gerist ekki, þá er ekki hægt að fullyrða að hlustað verði á mann þegar stærri vandamál steðja að.

Konur eiga það til að halda aftur af sér þegar kemur að því að segja hvað þeim finnst gott. Það að þinn frábæri kærasti virðist ekki ætla að hlusta á þig er ekki gott merki. Næst þegar þið eruð saman og hann hlustar ekki skaltu hætta kynlífinu og segja honum hvað hann er að gera rangt. Það er ekki auðvelt en þú getur reynt að gera það á uppörvandi hátt. Þú verður að vera mjög skýr og ekki gefa neitt pláss fyrir misskilning.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál