Ertu að halda framhjá óvart?

Er maðurinn þinn að halda framhjá?
Er maðurinn þinn að halda framhjá? mbl.is/Thinkstockphpotos

Að halda framhjá er ekki bara að stökkva upp í rúm með nágrannanum. Að halda framhjá getur verið allskonar og allt frá því að fara á strípibúllu yfir í það að sofa hjá öðrum en maka þínum. 

Það sem áður var kannski hvítt er orðið grátt að sögn kynlífssérfræðingsins Tracey Cox. Eins og Cox greinir frá á vef Daily Mail eru konur oft jafn sekar um að stíga inn á þetta gráa svæði og karlar. Kannski voru þessar athafnir aldrei hvítar, kannski var bara ekki jafnmikið talað um hversu óeðlilegar þær voru. 

Nektardansstaðir

Það eru ekki allar konur sáttar við að maki fari inn á nektardansstað. Stúlkurnar eru auk þess ekki allar að dansa listrænan súludans af frjálsum og fúsum vilja. Hér gildir það að tala saman, spyrja hvort að maka þyki í lagi að hinn aðilinn í sambandinu heimsæki starfsemi eins og þessa. 

Kjöltudans

Ef nektardansstaður vekur upp siðferðislegar spurningar ætti það að þiggja kjöltudans að gera það líka. Oft er borgað sérstaklega fyrir kjöltudans sem líkir athæfinu við vændiskaup. 

Menn sem dansa á kynferðislegan hátt við aðrar konur

Karlmönnum þykir kannski eðlilegt að dansa kynferðislega við aðrar konur þegar þeir fara út með vinum sínum en það er ekki í lagi. Að sama skapi ættu konur ekki að dansa á svipaðan hátt þegar þær fara út með vinkonum sínum. 

Út að borða með aðdáanda

Það er ekki í lagi að fara út að borða með manneskju sem þú veist að hefur rómantískan eða kynferðislegan áhuga á þér. 

Kíkja yfir sviðið

Menn ættu ekki að taka út aðrar konur þegar þeir eru úti á lífinu með konunum sínum. 

Framhjáhald er sjaldnast einfalt.
Framhjáhald er sjaldnast einfalt. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál