„Af hverju fórstu ekki frá honum?“

Söngkonan FKA Twigs steig nýlega fram og opnaði sig um heimilisofbeldi og andlegt ofbeldi sem fyrrverandi kærasti hennar, Shia LaBeouf, beitti hana. Í viðtölum um málið hefur hún fengið spurninguna sem svo margar konur sem beittar hafa verið heimilisofbeldi fá: „Af hverju fórstu ekki frá honum?“ 

Í nýlegu viðtali við Gayle King á CBS This Morning ræddu King og Twigs þessa spurningu. 

„Engum sem hefur verið í þessari stöðu líkar þessi spurning, og ég velti því oft fyrir mér hvort það sé yfir höfuð viðeigandi að spyrja hennar, og þú veist hver spurningin er: af hverju fórstu ekki frá honum,“ spurði King. 

„Ég held við þurfum að fara að hætta að spyrja þessarar spurningar. Ég veit að þú ert að spyrja vegna þess að þér þykir vænt um mig, en ég ætla setja mörk og segja: ég ætla ekki að svara þessu aftur. Spurningin ætti heldur að beinast að gerandanum: af hverju ertu að halda manneskju fanginni með ofbeldi? Fólk segir oft: „Þetta getur ekki hafa verið það slæmt, annars hefðirðu farið frá honum.“ Nei, þetta var einmitt það slæmt að ég gat ekki farið frá honum,“ sagði Twigs. 

Twigs hefur lagt fram kæru gegn LaBeouf vegna ofbeldisins sem hann beitti hana. Þau kynntust við tökur á kvikmyndinni Honey Boy árið 2018 en hættu saman í maí 2019. Í fyrri viðtölum hefur Twigs lýst því sem svo að sambandið hafi verið yndislegt fyrstu mánuðina. 

„Hann vakti mig oft um miðja nótt til að saka mig um að hafa gert alls kyns hluti. Hann sakaði mig um að horfa upp í loftið og hugsa um að fara frá sér. Hann sakaði mig um að vilja vera með ein­hverj­um öðrum. Þetta var alltaf á milli klukk­an fjög­ur og sjö á nótt­unni,“ sagði Twigs.

Þegar leið á sambandið var hún farin að taka eftir því að hann varð æ afbrýðisamari og reyndi að stjórna henni. Hann beitti hana bæði líkamlegu og andlegu ofbeldi en í viðtalinu hér að ofan lýsir hún því þegar hún sá sig í spegli einn daginn. 

Þá sá hún að önnur hlið líkama hennar var marin og blá og hún skildi ekki hvernig hún gat leyft sambandinu að verða svona. Að lokum hringdi hún í hjálparsíma fyrir þolendur heimilisofbeldis og þá hafi runnið upp fyrir henni að hún þyrfti að fara frá honum.

Shia LaBeouf.
Shia LaBeouf. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál