Hverjir voru elskhugar Díönu prinsessu?

Díana og Karl voru ekki ástfangin lengi.
Díana og Karl voru ekki ástfangin lengi. AFP

Ástarsamband Karls Bretaprins og Camillu Parker Bowles þekkja margir en færri þekkja elskhuga Díönu prinsessu. Karl og Díana játuðu bæði á sig sökina eftir að þau skildu að borði og sæng árið 1992 en elskhugar Díönu voru þó nokkrir. 

Barry Mannakee

Mannakee var lífvörður Díönu. Díana lýsti Mannakee sem stærstu ást lífs síns í upptökum sem heyrðust fyrst eftir lát hennar. Hún nefnir ekki Mannakee á nafn en þeir sem þekktu til voru fljótir að átta sig á um hvern Díana var að tala. Hún sagði hann hafa dáið í mótorhjólaslysi en Mannakee dó einmitt í einu slíku árið 1987. 

Barry Mannakee of Díana prinsessa árið 1985.
Barry Mannakee of Díana prinsessa árið 1985. AP

James Hewitt

James Hewitt er fyrr­verandi yf­ir­maður í breska hern­um. Hann gaf út bók um sam­band sitt við Díönu prins­essu og sagði þau hafa átt í ástarsambandi á árunum 1986 til 1991. Árið 2002 lýsti hann því yfir að hann íhugaði að selja ástar­bréf sem prins­ess­an skrifaði hon­um meðan á Persa­flóa­stríðinu stóð árið 1991. 

James Gilbey

Ýmislegt bendir til þess að ginerfinginn James Gilbey hafi verið meira en bara vinur Díönu prinsessu. Að sögn Gilbeys sjálfs voru þau þó bara vinir. Samband þeirra var miðpunktur skandals sem var kallaður Squidgygate en símtal þeirra frá gamlárskvöldi 1989 lak til fjölmiðla. Mátti heyra Gilbey kalla Díönu Squidgy og elskan og Díana lýsti áhyggjum um að vera ólétt. Þau heyrðust líka kyssast í símann og Gilbey bað Díönu að kyssa sig. 

Oliver Hoare

Því er stundum haldið fram að Díana hafi átt í ástarsambandi við Oliver Hoare. Sambandið á að hafa byrjað vorið 1992 en í desember sama ár tilkynntu þau Díana og Karl Bretaprins að sambandi þeirra væri lokið. Hoare var kvæntur og 16 árum eldri en Díana. Ástarsambandinu á að hafa lokið þegar eiginkona Hoares hótaði að skilja við hann.

Karl og Díana giftu sig árið 1981.
Karl og Díana giftu sig árið 1981. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál