Leynist hinn fullkomni maki á facebookvinalistanum?

Leynist framtíðarmakinn þinn á Facebook vinalistanum þínum?
Leynist framtíðarmakinn þinn á Facebook vinalistanum þínum? Ljósmynd/Unsplash/Vince Fleming

Facebook kynnti fyrir um tveimur árum að það hygðist smíða stefnumótavettvang á samfélagsmiðlinum. Stefnumótasíðan fór í loftið í september á síðasta ári í Bandaríkjunum og er nú aðgengileg í Evrópu, þar með talið á Íslandi. 

Facebook Dating virkar á svipaðan hátt og önnur stefnumótaforrit eins og Tinder og er ætlað að fara í samkeppni við þau stefnumótaforrit. Stefnumótavettvangurinn er beintengdur við facebooksíðu notenda og getur einnig tengst við Instagram.

Það þýðir þó ekki að allt sem þú deilir með vinum þínum og fylgjendum á þeim miðlum flæði sjálfkrafa yfir á stefnumótaforritið heldur velurðu hverju þú deilir þar inni.

Þegar þú skráir þig á Facebook Dating eru vinir þínir á Facebook ekki látnir vita og þeir geta ekki skoðað hvort þú sért þar inni. Forritið býður þér svo upp á að tengjast þeim sem eru líka skráðir á vettvanginn. 

Forritið skoðar líka hvort einhver vina þinna á Facebook eða Instagram sé mögulegur kandídat fyrir þig og sýnir þér þá viðkomandi.

Þú getur auðveldlega fært spjallið yfir á Messenger.
Þú getur auðveldlega fært spjallið yfir á Messenger. Ljósmynd/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál