Verð ég að kynnast annarri til að gleyma þeirri sem ég elska?

Það er aldrei of seint að taka ákvörðunina að elska. …
Það er aldrei of seint að taka ákvörðunina að elska. Heilbrigt samband gerir lífið betra. mbl.isl/Colourbox

El­ín­rós Lín­dal, ráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá manni sem er ástfanginn af konu en veit ekki bestu leiðirnar til að komast yfir það. 

Komdu sæl.

Ég er ástfanginn af konu en hún ekki af mér. Eina leiðin sem ég hef séð til að gleyma henni, er að verða hrifinn af annarri. Er þetta rétt eða eru til aðrar leiðir?

Ég tek fram að ég er ekkert unglamb lengur!

Kveðja, 

Elínrós Líndal ráðgjafi svarar lesendum Smartlands.
Elínrós Líndal ráðgjafi svarar lesendum Smartlands. mbl.is/Saga Sig

Sæll og blessaður og takk fyrir að senda inn erindið. 

Það eru til fjölmargar leiðir til að líða vel í lífinu og mikilvægt fyrir þig að vita að fólk velur mismunandi leiðir í stöðunni sem þú ert í. Það byggir mikið á reynslu fólks og einnig hvernig geðtengsl hafa myndast hjá fólki allt frá frumbernsku. 

Það er svo gott að muna að ást er ákvörðun en ekki tilfinning. 

Það sem þú setur orkuna þína í, það mun vaxa og dafna í lífinu þínu. Svo af hverju ekki að velja þig sjálfan til tilbreytingar?

Ef þú hugsar vel um þig daglega. Borðar hollan og góðan mat, ferð í líkamsrækt og sund og klæðir þig fallega þá mun þér byrja að líða betur einn. 

Það er áhugavert að sitja með tómleikatilfinninguna sem kemur eftir að þú ákveður að fara nýja leið og aftengast öðru fólki með hagsmuni þína að leiðarljósi. Það getur komið upp tilfinning um ótta. Tómleikatilfinning eða þráhyggja sem á sér litlar stoðir í raunveruleikanum. 

Hafðu þessar spurningar í huga:

  • Gæti tómleikinn verið hungur í eitthvað sem ég fékk ekki sem barn?
  • Hvað er það sem vantar sem ég get tekið ábyrgð á sjálfur?
  • Hver hafnaði mér sem barn?
  • Hvað var ég gamall fyrst þegar ég fékk þessa tilfinningu sem kemur til mín þegar ég hugsa mig einann um sinn?
  • Hvað þarf þessi særði hluti innra með mér að heyra?
  • Er það sem ég er að leitast við frá þessari persónu raunverulegt og/eða viðeigandi?

Það getur verið mjög hjálplegt að vita að allar tilfinningar og hugsanir fara á endanum. Það er talað um að við séum að heila okkur þegar við leyfum tilfinningunum að koma upp, sitjum með þær og flýjum þær ekki með því að kynnast nýju fólki sem á að gera lífið okkar betra, borða yfir tilfinningar eða deyfa þær með öðrum óhollum leiðum. 

Það þarf ekki að sjúkdómsvæða tilfinningar og samkvæmt Logotherapy og Viktor Frankl þá þolum við mannfólkið mikið meira en við höldum. 

Ég hvet þig til að finna þér góðan sálfræðing að vinna með þér í þessu verkefni.

Hver veit nema að þú finnir þér góðan félaga að elska í náinni framtíð. Ég er nokkuð viss um að þig langi ekki á stefnumót með konu sem elskar annan mann. Svo ekki bjóða einhverjum öðrum upp á það þegar í boði er að finna ástina innra með þér. 

Það sem ég hef heyrt frá fólki sem fer í þessa vinnu er mikið þakklæti og sjálfsvirðing sem vex daglega þegar fókusinn er settur á rétta staði. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál