Er einu sinni í viku nóg?

Rannsóknir sýna að kynlíf einu sinni í viku virðist vera …
Rannsóknir sýna að kynlíf einu sinni í viku virðist vera galdurinn. mbl.is/Colourbox

Á vef Women´s Health er því haldið fram að pör verði ekki endilega hamingjusamari við það að stunda kynlíf oft. Það að tala saman virðist aðalmálið og að þörfum hvers og eins sé mætt. Fólk ætti ekki að miða sig við aðra.

Háskólinn í Toronto gerði rannsókn þar sem kom fram sú niðurstaða að þeir sem voru hamingjusamastir stunda kynlíf einu sinni í viku. Það mældist ekki meiri hamingja í samböndum, hjá þeim sem stunduðu kynlíf oftar. 

Gögn frá Kinsey-stofnuninni gefa til kynna að fólk á aldrinum 18 - 29 ára stunda kynlíf 112 sinnum á ári. Það samsvarar kynlífi tvisvar í viku. Pör á aldrinum 30 - 39 ára stunda kynlíf að meðaltali 86 sinnum á ári. 28% af fólki sem komið er yfir 45 ára aldurinn stundar kynlíf einu sinni í viku ef marka má gögnin. 

Mikilvægt er að hafa í huga að sum pör eru mjög hamingjusöm þó nánast ekkert kynlíf eigi sér stað í sambandinu. Á meðan aðrir virðast ekki fá nóg af kynlífi þó það sé einu sinni á dag. 

Mælt er með því fyrir fólk með áskoranir á þessu sviði, að það hitti fagfólk sem það getur treyst fyrir málunum. 

Í grunninn er gott að muna að heilbrigð samskipti, traust, nánd og þegar pör ná að berskjalda sig virðist vera grunnurinn að því að koma kynlífinu í gang. Enda er gott kynlíf afleiðing af heilbrigðum samskiptum. Jákvætt viðhorf til makans og það að setja heilbrigð mörk er einnig mikilvægt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál