Ófullnægð á fimmtugsaldri

Konan hefur verið ófullnægð í mörg ár.
Konan hefur verið ófullnægð í mörg ár. mbl.is/Thinkstockphotos

„Eftir mörg ár án þess að fá fullnægingu talaði ég við eiginmann minn um það og hann er að reyna. Ég hélt að við værum á sömu blaðsíðu með þetta en hann virðist vera að flýta sér að „klára verkið“ svo við getum einbeitt okkur að honum. Við erum á fimmtugsaldri en hann hefur aldrei reynt að eiga í virkilega nánu sambandi við mig, stundað almennilegt kynlíf með mér. Það er vélrænt, ókynþokkafullt og fráhrindandi. Þegar ég reyndi að tala um það við hann segir hann að það sé of mikil pressa á honum að standa sig og segir að þetta sé allt mér að kenna. Allt hitt við hjónabandið er frekar gott,“ segir ófullnægð kona og leitar ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun

Ráðgjafinn hvetur konuna til þess að krydda hjónalífið.

„Segðu eiginmanni þínum að þið ætlið að breyta til einu sinni í viku og þið ætlið að nudda hvort annað hægt og rólega. Nuddaðu hann fyrst til þess að gefa honum hugmynd um hvað þú átt við. Að nudda þig ætti að hjálpa honum að koma við og finna til.“ 

Konan vill ekki að maðurinn flýti sér.
Konan vill ekki að maðurinn flýti sér. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál