Eiginmaðurinn hefur verið lélegur í rúminu í 30 ár

Konan segir manninn sinn alltaf hafa verið lélegan í rúminu.
Konan segir manninn sinn alltaf hafa verið lélegan í rúminu. mbl.is/Getty Images

Kona sem lifað hefur slæmu kynlífi í 30 ár er orðin þreytt á því og leitar á náðir ráðgjafa breska blaðsins The Guardian, Pamelu Stephenson Connelly. Hún vill ekki fá það ráð að fara til ráðgjafa þar sem eiginmaður hennar myndi aldrei samþykkja það.

„Ég er 58 ára gömul kona og er búin að vera gift í 30 ár. Þrátt fyrir að mér líki vel við eiginmann minn finnst mér hann fráhrindandi líkamlega. Kynlífið með honum er svo leiðinlegt og hefur alltaf verið. Ég hef reynt að útskýra fyrir honum að forleikur er mikilvægur en það fer inn um annað og út um hitt. Ég vil ekki særa hann og segja honum að hann sé ömurlegur í rúminu, en kynlífslausa hjónabandið okkar er farið að trufla mig. Geturðu hjálpað? Ekki ráðleggja okkur að fara í ráðgjöf, hann myndi aldrei samþykkja það.“

Connelly gaf henni það ráð að skoða virkilega hvað skipti hana mestu máli í lífinu. Einnig benti hún henni á að hún getur farið ein til ráðgjafa og rætt tilfinningar sínar til að reyna að skilja þær betur. 

„Margir eru í hjónabandi þar sem lítið sem ekkert kynlíf fer fram. Þannig sambönd geta leitt til örvæntingarfullrar leitar að fullnægingu utan hjónabands eða skilnaðar, sérstaklega ef gott kynlíf er talið lífsmikilvægt. En kynlíf er bara einn hluti af hjónabandi, og margir ákveða að jákvæðu hlutir hjónabandsins vegi þyngra en þeir slæmu, til dæmis slæmt, lítið eða ekkert kynlíf. 

Oft og tíðum merkir leiðinlegt kynlíf að sambandið sé heldur dauft eða að báðir eða annar aðilinn haldi aftur af sér. Sumir leggja tilfinningar sínar gagnvart maka sínum, reiði, pirring og öfundsýki, til hliðar á meðan þeir stunda kynlíf til að forðast rifrildi. Að vera giftur einhverjum sem þú laðast ekki að í svona langan tíma og að finnast kynlífið með eiginmanni þínum svona ömurlegt gefur til kynna að þú hafir ekki mikinn áhuga á að stunda kynlíf yfir höfuð. Einnig að það séu margir jákvæðir hlutir í hjónabandinu þínu sem vega þyngra en gott kynlíf. Það gefur einnig til kynna að þú viljir ekki raska jafnvæginu á heimilinu eða lítir á sjálfa þig sem fórnarlamb sambandsins. Hugsaðu varlega um svarið. Ef hann vill ekki fara í ráðgjöf, farðu ein þíns liðs í ráðgjöf og ræddu tilfinningar þínar. Þú átt skilið að fá hjálp við að ákveða hvað skiptir þig raunverulega mestu máli.“

Konan hefur verið gift sama manninum í 30 ár.
Konan hefur verið gift sama manninum í 30 ár. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál