Dr. Ruth er með lykilinn að góðu kynlífi

Dr. Ruth kennir þáttastjórnandanum Ellen DeGeneres að tala um kynlíf …
Dr. Ruth kennir þáttastjórnandanum Ellen DeGeneres að tala um kynlíf af áhuga.

Dr. Ruth hefur heillað heimsbyggðina í gegnum árin með einlægri framkomu og áhuga sínum á kynlífi. Líf hennar hefur verið einstakt og er von á heimildarmynd um hana frá Hulu á næstunni.

Þáttastjórnandinn Ellen DeGeneres fékk Dr. Ruth í heimsókn til sín nýverið. Hún er 91 árs og kom í þáttinn til að kynna heimildarmyndina. 

Í viðtalinu kennir hún DeGeneres meðal annars það að tala um kynlíf af meiri áhuga og ástríðu. 

View this post on Instagram

Dr. Ruth knows a lot about sex. For starters, she taught me how to say it.

A post shared by Ellen (@theellenshow) on Aug 12, 2019 at 10:42am PDT

Í viðtalinu kemur fram að Dr. Ruth ætlar ekki að hætta að starfa við það sem hún elskar á meðan hún lifir. Hún segir að í gegnum árin hafi umræðan um kynlíf breyst. Í dag sé fólk ekki eins upptekið af fullnægingu heldur vilji nánd og falleg samtöl. 

Hún segir mikilvægt að æfa sig í samræðum. Að góðar samræður séu í raun og veru listgrein. 

Eitt besta ráð tengt kynlífi frá þessum mikla fræðimanni er að finna sér góðan félaga í gegnum lífið sem stendur með manni, getur fengið mann til að hlægja og þá verður nánd og kynlífið sjálfkrafa gott. 

Það sem er áhugavert við samtal DeGeneres og Dr. Ruth er sú staðreynd að sú síðarnefnda leyfði fyrrverandi eiginmanni sínum aldrei að fara í viðtöl og ræða starfgrein hennar.

„Nei, hann hefði komið upp um mig. Sagt að börn skógerðamannsins eiga aldrei skó sjálf. Að ég kynni ekki það sem ég er að tala um. Þar eð, að ég tali bara um hlutina en geri ekkert sjálf.“

Heimildarmyndin um Dr. Ruth sýnir áhugaverða ævi ungrar konu sem upplifði hörmungar seinni heimstyrjaldarinnar. Hún vann sig upp úr engu, var einstæð móðir um tíma, en gaf aldrei eftir þegar kom að hugsjónum sínum og sannfæringu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál