Fáránlegar reglur kærastans vekja reiði

Listinn hefur vakið mikla reiði.
Listinn hefur vakið mikla reiði. mbl.is/Colourbox

Listi yfir reglur sem þáverandi kærasti ungrar konu sendi henni hefur vakið mikla reiði á Twitter eftir að hún birti skjáskot af honum. Við myndina skrifar hún, Zoe Scholefield, að það hafi verið fyndið að kærastinn hennar sendi henni svona reglur á meðan hann hélt fram hjá henni. 

Tísti Scholefield hefur verið endurtíst yfir 34 þúsund sinnum og margir lýsa yfir undrun sinni á ströngum reglum hans. Hann biður kærustuna sína meðal annars að senda sér myndir af fötunum sem hún ætlar í hvert sinn.

Kærastinn bað hana um að láta sig vita áður en …
Kærastinn bað hana um að láta sig vita áður en hún hringdi í hann á Face Time. Getty images

Þáverandi kærastinn virðist hafa sent henni reglurnar áður en hún fór í ferðalag með vinkonum sínum. Hann biður hana um að senda myndband af öllu herberginu áður en þær fara að sofa svo hann sjái að aðeins hún og vinkonurnar eru að fara að sofa í herberginu. Hann bannar henni einnig að fara inn í herbergi hjá einhverjum öðrum. 

Einhver benti henni á að regla númer 11 hringi viðvörunarbjöllum þar sem hann biður hana að láta hann vita áður en hún hringir í hann á Face Time. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál