Gerðu kynlífið betra með forleik

Ekki vanmeta forleikinn.
Ekki vanmeta forleikinn. mbl.is/Thinkstockphotos

Kynlífssérfræðingurinn Dr. Robin Milhausen greinir frá því á vef Prevention hvernig má fara að því að gera kynlífið betra með forleik. Milhausen hefur rannsakað málið og benda niðurstöður til þess að 15 mínútur af einhverju öðru en samförum leiði til betra kynlífs. 

Kossar

Milhausen mælir með kossum og segir kossa vanmetna í kynlífi. Mælir hún með því að nota kossa til þess að byggja upp stemmingu fyrir á annars konar forleik.

Notaðu hendurnar

Milhausen segir fólki að vanmeta ekki að snerta hvort annað. Hendurnar geta skapað mikla nautn í forleik. Að nota hendurnar segir hún vera góða leið til þess að læra hvað fólk vill. 

Nýjar stellingar

Að prófa nýjar stellingar er ekki bara spennandi þegar kemur að samförum. Í forleiknum er til að mynda hægt að prófa að sitja hlið við hlið. Hún mælir einnig með að liggja í skeiðinni en stellingin er fullkomin þar sem fólk getur verið í stellingunni lengi. Í stellingunni hefur fólk gott aðgengi að brjóstum, bringu og kynfærum. 

Ekki gleyma munnmökum

Það er gott að gefa og þiggja í munnmökum. Milhausen mælir með að fólk hafi ekki áhyggjur af neinu nema að njóta þegar það er að þiggja. Mikilvægt er þó að skiptast á og þegar ákafinn er orðinn of mikill er hægt að hefja samfarir. 

Sleipiefni

Sum pör vilja meina að þau þurfi ekki sleipiefni. Milhausen vill þó meina að sleipiefni geri allt betra. Gott er að nota sleipiefni þegar kynfæri eru örvuð í forleik. 

Kynlífsleikföng

Rétt eins og með sleipiefni geta hjálpartæki ástarlífsins gert forleikinn betri. Milhausen segir að konur sem nota titrara séu líklegri til að segja að síðasta sjálfsfróun hafi verið góð en þær sem ekki nota titrara. 

Dónatal

Kynferðisleg orð og setningar geta hjálpað fólki að komast í gírinn. Hægt er að tala svona áður en forleikur hefst eða bara allan tímann. Dónatal þarf ekki að vera mjög frumlegt, gott ráð fyrir byrjendur í dónatali er að segja maka sínum hvað það vill og hvar það vill láta snerta sig.  

Sturtan

Farið í sturtu saman. Báðir aðilar naktir undir heitu vatni. Kyssið og snertið makann. 

Nudd

Það að skiptast á að nudda getur verið góð upphitun fyrir eitthvað meira. 

Forleikur í aðalrétt

Samfarir eru frábærar en Milhausen mælir þó með því að fólk hugsi um forleikinn sem aðalmálið. Hún segir kynlíf án samfara geta verið frábært og fullnægjandi. 

Kynlíf í sturtunni.
Kynlíf í sturtunni. mbl.is/thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál