Sjúkur í aðrar konur en á kærustu

Maðurinn heldur að hann horfi of mikið á aðrar konur.
Maðurinn heldur að hann horfi of mikið á aðrar konur. mbl.is/Thinkstockphpotos

„Ég vil komast að því hvort ég sé háður konum. Ég átti það til að eyða allt að einum og hálfum tíma á dag í að stara á konur á nærfötum á Instagram og horfa á klámmyndbönd á netinu til þess að örva mig. Ég gæti gert þetta á hverjum degi. Er þetta eðlileg hegðun hjá karlmanni eða merki um fíkn? Ég á kærustu og elska hana mjög mikið en finnst erfitt að horfa ekki á aðrar konur þegar við erum saman úti að ganga til dæmis,“ skrifaði maður sem heldur að hann sé með fíkn í konur og leitaði ráða hjá Pemleu Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian

Ráðgjafinn segist vilja nota orðið áráttu frekar en fíkn í þessu tilviki þar sem kynlíf er í eðli sínu heilsusamlegt athæfi. Hins vegar sé til fólk sem fær svo mikla áráttu fyrir kynlífi að það truflar líf þeirra, vinnu og sambönd. Henni finnst þó vandamálið ekki eiga við manninn. 

„Í rauninni virðist áhugi þinn á konum og sjálfsfróunaraðferð frekar eðlileg fyrir ungan mann og þú ert langt frá því að vera eina manneskjan í heiminum sem reynir eftir bestu getu að vera ekki gripin við að stara á aðlaðandi manneskju úti á götu með kærustu eða kærasta. Þú spurðir þó mikilvægrar spurningar og ef þráhyggjan með kynlíf og áráttan að nota klám þróast á það stig að það tekur marga klukkutíma og veldur alvarlegu vandamála í lífi þínu væri kominn tími til að ná stjórn á því.“

Maðurinn skoðaði mikið fáklæddar konur á Instagram.
Maðurinn skoðaði mikið fáklæddar konur á Instagram. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál