Hvað segir svefnstaðan um sambandið?

Sofa þú og mak þinn upp við hvort annað?
Sofa þú og mak þinn upp við hvort annað? mbl.is/Thinkstockphotos

Líkamstjáning fólks getur sagt ýmislegt um fólk, meira að segja þegar það er sofandi. Hvernig fólk staðsetur sig í rúmi með maka sínum getur til dæmis sagt til um hvernig samband fólks er. Hvernig fólk leitar að stuðningi hjá maka sínum eða hversu vel því líður með það að vera í nánu sambandi. 

Sambandsráðgjafinn Jane Greer er búin að greina fólk og sambönd þeirra eftir því hvernig það sefur uppi í rúmi eins og fram kemur á Women's Health

Skeið

Mörgum finnst gott að „spoona“ eða sofa þannig á tveir líkamar liggi eins og tvær skeiðar hlið við hlið. Pör sem sofa svona eru að reyna að sameina báða líkamana. Þessi pör gætu líka klætt sig eins eða notið sömu hluta. 

Höfuð á bringu

Þessi stelling lýsir því að önnur manneskjan er örugg í höndum makans. Fólk sem liggur með höfuðið á bringu maka síns treystir á stuðning maka síns, líkamlega og andlega. Þegar vandamál og erfiðleikar koma upp treystir fólkið á maka sinn.  

Bak í bak

Þessi stelling lýsir gagnkvæmri virðingu í samböndum. Fólk getur verið í sundur en á sama tíma verið til staðar fyrir hvort annað. 

Fætur í flækju

Þó svo að parið vilji vera út af fyrir sig þráir það tengingu. 

Fætur í flækju.
Fætur í flækju. mbl.is/Thinkstockphotos

Andlit að andliti

Þegar pör snúa að hvort öðru þýðir það að fólk er mjög hrifið af hvort öðru og það þarf ekki endilega að breytast með tímanum. Pör sem sofa svona vilja ekki missa af neinu og deila líklega öllu, hvort sem það er matur eða mjög persónuleg einkamál. 

Með handlegg utan um hinn aðilann

Þegar annar aðilinn sefur með annan handlegginn utan um hinn aðilann er það merki um að hann skilji að makinn gæti þurft á stuðningi að halda. 

Hvort sínu megin í rúminu

Þegar fólk áttar sig á að makinn er allt í einu kominn hinum megin í rúmið gæti það þýtt að honum líði ekki vel með snertingu og það gæti verið vandamál á ferð. Ef þetta er hins vegar daglegt brauð er fólk bara með sjálfstraust í sambandinu. 

Helst í hendur

Þegar par helst í hendur í svefni gæti það þýtt að það vilji vera í tengslum við hvort annað. Það gæti snúist um öryggistilfinningu. 

Mismikil fjarlægð frá höfuðgaflinum

Ert þú bara tíu sentimetra frá höfuðgaflinum en maki þinn búinn að hringa sig um mitt rúmið? Þetta er birtingarmynd mismunandi langana fólks. Ef fólki líður eins og maki þess sé á öðrum stað gæti þetta verið góð vísbending um það. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál