Elskhuginn lét sig hverfa

Í nútímasamskiptum leggja margir upp úr því að fá samþykki …
Í nútímasamskiptum leggja margir upp úr því að fá samþykki fyrir nánd. Hins vegar láta sumir sig hverfa án þess að útskýra af hverju ef marka má The New York Times. Ljósmynd/Thinkstockphotos

The New York Times er með áhugaverðan málaflokk sem nefnist nútímaást (modern love). Þar undir fellur flest af því sem er að gerast í dag þegar kemur að nánum samskiptum kynjanna. Ef ekki væri fyrir þennan málaflokk væru margir á miðjum aldri algjörlega týndir þegar kemur að ástinni í dag. 

Sem dæmi um þetta eru vangaveltur Courtney Sender sem skrifaði nýverið um ástarævintýri sem hún átti á Tinder. Hún kynntist þar manni sem var aðeins yngri en hún, átti mjög auðvelt með tjáskipti og var framúrskarandi varkár og kurteis. Hann bað um samþykki fyrir öllu nema því að láta sig hverfa.

„Það var að gott að kyssa hann. Á fyrsta stefnumóti okkar þegar hann kom heim með mér spurði hann hvort við gætum farið inn í svefnherbergið mitt. Þegar þangað var komið spurði hann mig hvort hann mætti taka mig úr peysunni? Ég sagði já. Þá stóð ég á toppnum og hann spurði: Má ég taka þig úr toppnum? Ég fór að hlæja. Hann spurði mig í hvert skipti sem hann færði mig úr einhverjum fötum, hvort hann mætti. Hvort ég samþykkti. Í fyrstu var þetta ótrúlega skrítið, en ég fór að venjast þessu og fannst þetta fallega gert af honum. Hann sýndi mér virðingu og vildi fá samþykki mitt fyrir því sem var í gangi,“ skrifar Sender.

Í annað skiptið sem Sender hitti manninn héldu þau áfram þar sem frá var horfið og hún byrjaði að spyrja hann: „Má ég?“ „Hann stoppaði mig og sagði mér að vegna þess að hann væri stærri og sterkari en ég þá væri óþarfi að ég spyrði. Hann myndi bara stoppa mig ef ég væri að fara yfir mörkin hans. Við nutum ástar á mjög djúpan og tilfinningaríkan hátt. Áður en hann kvaddi sagðist hann ætla að bjóða mér næst heim og elda fyrir mig. Hann sagðist ætla að vera í sambandi fljótt.“

Nokkrum dögum seinna hafði Sender ekkert heyrt í herramanninum svo hún sendi á hann textaskilaboð. Í fyrstu voru þau létt og skemmtileg, en síðan aðeins ákveðnari. Hann svaraði henni ekki. 

„Nú eru nokkrar vikur liðnar frá þessum stefnumótum okkar og þar sem ég hef ekki heyrt í honum aftur, þá velti ég því fyrir mér hvort samþykki okkar á milli í samfélaginu í dag sé of þröngt skilgreint hugtak. Kannski ætti það að ná yfir hluti eins og virðingu fyrir einstaklingnum líka. Samþykki fyrir því að við munum láta hvort öðru líða vel með hvort annað eftir náin samskipti. 

Því ég held að mörg okkar myndu ekki segja já við spurningunni: Er í lagi að ég komi fram við þig eins og ég hafi áhuga á þér en svo mun ég láta mig hverfa?“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál