Níu merki um framhjáhald

Er maki þinn að halda fram hjá?
Er maki þinn að halda fram hjá? mbl.is/Thinkstockphotos

Það vilja fæstir láta halda fram hjá sér og hvað þá vakna upp mörgum árum seinna við það að makinn sé búinn að eiga í ástarsambandi við aðra manneskju í nokkur ár. Sérfræðingar hafa skoðað hegðun fólks sem heldur fram hjá og gert rannsóknir á því. Á vef Men's Health má finna níu atriði sem geta komið upp um það að maki þinn sé ekki allur þar sem hann er séður. 

Óvenjumikil ástríða

Í einni rannsókn kom í ljós að óheiðarlegi aðilinn reyndi að auka ánægju maka síns í sambandinu þegar hann er að halda fram hjá. Hann fer líka að segja leiðinlega hluti um manneskjuna sem hann er að halda fram hjá með. 

Talar enn við fyrrverandi

Það er ekkert að því að tala við fyrrverandi kærustu eða kærasta en þegar fólk gerir það mjög oft og reynir að leyna því getur eitthvað grunsamlegt verið í gangi. 

Vinnur fram eftir

Þegar vinnutími fólks breytist allt í einu og það fer að vinna fram eftir gæti verið eitthvað í gangi. Það gerir fólk líka enn grunsamlegra þegar það er óljóst í svörum og fer í vörn. 

Merki um framhjáhald eru ekki alltaf augljós.
Merki um framhjáhald eru ekki alltaf augljós. mbl.is/Thinkstockphotos

Horfir á annað fólk

Fólk sem á það til að gjóa augunum á aðlaðandi fólk þegar þið eruð tvö saman er líklegra til þess að halda fram hjá en manneskja sem gerir þetta ekki. Þetta getur verið merki um að fólk eigi í erfiðleikum með skuldbindingu.  

Skýr merki á samfélagsmiðlum

Ef einhver manneskja skýtur alls staðar upp kollinum á samfélagsmiðlum maka þíns og meiri nánd á milli þeirra en þú vissir af getur eitthvað verið að. Þetta á sérstaklega við ef maki þinn reynir að leyna þessu eða þú kemst að því að maki þinn eigi leyniaðgang. 

Alltaf í símanum

Það er ekki óvenjulegt ef fólk eyði miklum tíma í símanum en ef símanotkunin breytist gæti verið eitthvað grunsamlegt í gangi. Þetta getur til dæmis verið að fara út úr herberginu þegar síminn hringir, tala lágt eða fela skjáinn. 

Sýnir þér ekki traust

Ef maki þinn treystir þér ekki getur hann verið að endurspegla sínar tilfinningar það er að segja hann treystir ekki sjálfum sér. 

Óvenjuleg eyðsla

Ef fólk er með sameiginlegan fjárhag getur það verið grunsamlegt þegar önnur manneskjan byrjar að taka reglulega út úr hraðbanka. 

Saga um framhjáhald

Rannsóknir sýna að fólk er þrisvar sinnum líklegra til að halda fram hjá ef það hefur haldið fram hjá áður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál