Af hverju fæ ég ekki fullnægingu?

Aðeins 65% gagnkynhneigðra kvenna fá fullnægingu í kynlífi.
Aðeins 65% gagnkynhneigðra kvenna fá fullnægingu í kynlífi. mbl.is/ThinkstockPhotos

Þú ert á villigötum ef þú heldur að allar konur séu að fá fullnægingu vinstri, hægri. Það eru margar konur sem fá ekki fullnægingu í kynlífi og einnig margar sem fá ekki fullnægingu yfir höfuð. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar í Archives of Sexual Behaviour fá aðeins 65% gagnkynhneigðra kvenna fullnægingu í kynlífi. Það þýðir að 35% gagnkynhneigðra kvenna þurfa öðruvísi örvun til að ná fullnægingu. Samkynhneigðar konur komu betur út úr rannsókninni en þær fá fullnægingu í 86% tilfella.

Það getur margt legið að baki því að þú færð ekki fullnægingu, allt frá neikvæðri sjálfsímynd, erfiðleikum að tengjast bólfélaga þínum til aukaverkana lyfja. Eitt algengt vandamál er einnig að þú þekkir ekki hvað þér finnst gott. „Það er mikilvægt fyrir konur að þekkja sjálfar sig, að kanna hvað þeim finnst gott upp á eigin spýtur og fá fullnægingu sjálfar án bólfélaga,“ segir Betty Dodson, kynfræðingur og höfundur Sex for One. Woman‘s Health tók saman nokkur ráð frá kynfræðingum og sérfræðingum á sviði kynlífs um hvernig best er að fá fullnægingu.

Byrjaðu ein

Dr. Ian Kerner, kynlífs- og sambandsráðgjafi, ráðleggur konum að byrja einar. Ef þú hefur aldrei fengið fullnægingu ættir þú að byrja á að kanna sjálfa þig. Ekki setja fullnægingu sem lokamarkmið strax. „Taktu þér tíma í að snerta sjálfa þig og veita sjálfri þér ánægju og taktu eftir hvaða tilfinningar koma upp líkamlega og andlega,“ segir hann.

Kannaðu og láttu þig dreyma

Kat Van Kirk kynlífsþerapisti segir að þú eigi að skoða allan líkamann þinn, ekki byrja á að fara á besta staðinn. Prófaðu þig áfram með fjöðrum og kynlífstækjum, og gerðu það sama með bólfélögum þínum. „Æfingin skapar meistarann,“ segir Van Kirk.

Lærðu á snípinn þinn

Flestar konur þurfa að örva snípinn til að fá fullnægingu en flestar hefðbundnar kynlífsstellingar gera það ekki. „Þetta snýst ekki um að finna snípinn heldur að vita hvernig örvun þér þykir best,“ segir Van Kirk.

Endurhugsaðu andleg vandamál

Kvíði hefur í mörgum tilfellum áhrif á upplifun af kynlífi og möguleika á fullnægingu. „Reyndu að skilja kvíðann sem þú tengir við kynlíf og hvað kemur honum af stað,“ segir Van Kirk. „Hefur þú áhyggjur af að þú sért ekki góð í rúminu? Hefur þú áhyggjur af að þú sért sjálfelsk? Eða að það muni taka langan tíma að fullnægja þér? Endurhugsaðu þennan kvíða. Löngun þín í kynlíf þarf að vera meiri en kvíðinn,“ segir Van Kirk.

Prófaðu þig áfram.
Prófaðu þig áfram. mbl.is/ThinkstockPhotos

Vertu smá sjálfselsk

Þegar þú ert búin að finna út hvað þér þykir gott, deildu því með bólfélaga þínum og biddu hann um að fylgja fyrirmælum þínum. Þú ert sérfræðingurinn í þínum líkama.

Notaðu hjálpartæki

Sleipiefni getur oft skilið á milli fullnægingar og ekki fullnægingar. Notaðu nóg af sleipiefni, jafnvel þó að þú haldir að þú þurfir það ekki. Og leiktæki eru einnig besti vinur þinn. Prófaðu að nota titrara þegar þú kannar sjálfa þig. Ef þér finnst það gott þá er engin skömm í að taka hann með í rúmið til bólfélaga þíns.

Ekki setja of mikla pressu á þig

„Því meira sem þú einblínir á að láta eitthvað gerast, því ólíklegra er að það gerist,“ segir Kerner. Reyndu frekar að slaka á og ekki setja pressu á þig að fá fullnægingu. „Að kvíða yfir að fá ekki fullnægingu er ekki að fara að hjálpa þér að fá fullnægingu,“ segir Van Kirk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál