„Ég leita að velgengni en finn eyðileggingu“

„Ég leita að velgengni en finn einungis eyðileggingu,“ les hæfileikaríkur …
„Ég leita að velgengni en finn einungis eyðileggingu,“ les hæfileikaríkur Bixby í heimildarmynd sem nýverið var sýnd á OP-DOC New York Times. Ljósmynd/skjáskot heimildarmynd

Upphafið að OP-DOC-verkefninu hjá New York Times má rekja til ársins 2011 þegar lesendur gátu komið á framfæri sínum eigin skoðunum. Í dag nýtur OP-DOC-hluti blaðsins gífurlegra vinsælda en þar geta listrænir stuttmyndagerðarmenn og -konur sent inn heimildarmynd um lífið frá þeirra sjónaróli. Markmiðið með þessum hluta blaðsins er að koma á framfæri einstöku sjónarhorni, sögum sem koma þarf á framfæri út í samfélög víða um heiminn.

OP-DOC-stuttmyndir hafa fengið tvær óskarsverðlaunatilnefningar, tvenn Emmy-verðlaun fyrir fréttir og heimildamyndir og tvenn Peabody-verðlaun. Eins hafa heimildamyndir frá OP-DOC ratað á Sundance, New York Film Festival og fleira. 

Í nýrri heimildarmynd, „The Pull“ sem birt var á OP-DOC, er fjallað um John Bixby, 29 ára mann frá New Hampshire. Bixby var einungis 16 ára þegar hann fékk uppáskrifuð verkjalyf og varð háður ópíóðalyfjum í kjölfarið. Hann er eiginmaður, faðir tveggja barna, hæfileikaríkt ljóðskáld hefur verið fastur í hringiðju neyslu og meðferðar. Heimildarmyndin fjallar um sársaukann sem fylgir neyslu, og veika baráttu hans við að ná bata. 

„Komið er fram við fíkla í Bandaríkjunum sem glæpamenn, fíkn sem eitthvað sem fólk velur sér, en ekki sjúkdóm, þess vegna er samkennd og úrræðin lítil,“ segir Paul Szynol, heimildamyndagerðarmaðurinn. Með gerð myndarinnar vill hann setja sögu, nafn og andlit á sjúkdóminn. Með von um að myndin færi fólk nær sannleikanum um aðstæður þeirra sem lenda á götunni vegna fíknar. Hér má sjá nánar um greinina

Paul Szynol er heimildagerðarmaður og lögmaður. 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál