Viltu upplifa besta kynlíf í heimi?

Að vera í augnablikinu og tengjast á sálarsviðinu er undirstaða …
Að vera í augnablikinu og tengjast á sálarsviðinu er undirstaða þess að upplifa frábært kynlíf. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Þráir þú að upplifa kynlíf sem fær jörðina undir þér til að hristast en ert að upplifa andstæðuna við það í kynlífinu þínu í dag? Hér koma þau atriði sem algengast er að standi í vegi fyrir þessu samkvæmt MindBodyGreen.

1. Þegar þú  hefur áhyggjur af því að líkaminn þinn sé ekki nógu góður

Á meðan samfélagsmiðlarnir eru uppfullir af myndum af fólki með „hinn fullkomna líkama“ er svo auðvelt að falla í þá gryfju að byrja að bera sig saman við það sem maður sér þar. Þetta er það sem skemmir fyrir mörgum í kynlífi. Gott kynlíf byggir á því að þú sért í augnablikinu, og ef þú ert með áhyggjur af því hvernig maginn þinn er eða brjóstin, þá muntu aldrei geta gefist upp fyrir agnablikinu og lifað þig inn í það.

Til að koma þér aftur inn í augnablikið, reyndu að útiloka þessa rödd sem er þinn innri gagnrýnandi. Góð regla er að leyfa þessari rödd að koma upp, hlusta á hana eitt augnablik og síðan loka hurðinni á hana. Mundu að elskuhugi þinn er í þessu augnabliki með þér út af tengingu ykkar á sálarsviðinu, ekki vegna stærðar á mittinu eða brjóstum.  Þú gætir búið þér til möntru þegar þetta kemur upp sem er á borð við: „Líkaminn minn er uppspretta sælutilfinninga. Ég kann að meta fegurðina við líkama minn og sit fallega í mínu kynferðislega sjálfi.“

2. Þegar þú setur ekki heilbrigð mörk í kynlífinu

Að setja heilbrigð mörk er grundvallaratriði í heilbrigðu kynlífi. Ef þú ert með  persónulegar reglur um hvað þú ert tilbúin/tilbúinn í og hvað ekki þá getur þú verið afslöppuð/afslappaður og verið í öryggi og það er skýrt hvernig er leyfilegt að koma fram við þig.

Það er heilbrigt að setja mörk í kringum allt í lífinu og mundu að einungis þú getur ákveðið hvað er rétt fyrir þig. Sem dæmi getur þú sett mörk fyrir þig tengt vörnum, hversu snemma eða seint í sambandi þú hefur áhuga á að stunda kynlíf og hvaða stellingar þú ert til í og hverjar ekki.

Um leið og þú ert með það á hreinu hvað þér finnst öruggt og gott fyrir þig haltu þig við það. Ekki færa mörkin til óvænt, nema að þú hafir ákveðið að gera það með einhverjum fyrirvara. Eins þarftu að muna að þú hefur rétt á að stöðva kynlíf hvenær sem er (já í miðjum klíðum einnig) ef þér finnst eitthvað að eða mörkin þín ekki virt.

3. Ef þú nærð heilanum ekki með þér í athöfnina

Stundum er eins og við náum ekki heilanum okkar af skrifstofunni þegar við erum að stunda kynlíf. Maður byrjar að hugsa um hvað maður á eftir að kaupa inn, eða rifjar upp allt sem maður á ólokið á heimilinu eða í vinnunni. Nesti barnanna á morgun á það til að læðast inn í  hugann í kynlífinu. Það er augljóst að þessar hugsanir eitra fyrir kynlífinu þar sem heilinn er eitt mikilvægasta líffærið í þessari athöfn. Ef heilinn er ekki með í leiknum ertu ekki að fara að upplifa jörðina hristast undir fótum þér eða líkama. 

Ef heilinn er ekki að hlýða þér þá er mikilvægt að koma sér inn í augnablikið með nokkrum einföldum leiðum. Sem dæmi er gott að taka þrjá djúpa andadrætti, og einblína einungis á tilfinningu inni í líkamanum. 

4. Ertu að ganga inn í svefnherbergið með fyrirframgefnar væntingar?

Fyrst munum við kyssast, síðan förum við í rúmið, þá verður líkaminn minn snertur, síðan mun ég upplifa eitt sérstakasta augnablik lífs míns...

Hljómar þetta kunnuglega? Margir fara í gegnum kynlíf með hugann fullan af væntingum sem sjaldnast verður að veruleika. Slíkar hugmyndir einangra okkur einnig frá öllu óvæntu, töfrunum sem koma upp óvænt í augnablikinu. Ef maður er að reyna að muna hvað á að gerast í hvaða röð þá er ekki pláss fyrir töfrana.

Hér þarf að fara í alvarlega vinnu með að gefa sig á vald augnabliksins. Slepptu öllum væntingum og legðu athyglina í tengsl og núvitund. Leyfðu þér að vera viðkvæmur/viðkvæm með þeim sem þú ert að stunda kynlíf með, notaðu opin samskipti og tengist á sálarsviðinu, þannig verðið þið sem eitt. Það mun opna huga þinn hversu æðislegt kynlíf getur verið á þessum forsendum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál