Húsverk sem skila sér í betra kynlífi

Það hefur góð áhrif á sambandið að fara saman í …
Það hefur góð áhrif á sambandið að fara saman í búðina. mbl.is/Thinkstockphotos

Leiðin að betra kynlífi felst ekki endilega í nýjum stellingum eða kynþokkafullum undirfötum. Rannsóknir hafa sýnt að pör sem deila húsverkunum stundi meira kynlíf og eru ánægðari með kynlífið. Þetta snýst ekki bara um jafn mikið vinnuframlag heldur líka hvaða húsverkum fólk deilir eins og Marie Claire komst að. 

Vísindamennirnir sem Marie Claire ræddi við komust að því að þeir karlmenn sem sinna ekki einir matarinnkaupum séu ánægðari með bæði kynlífið og sambandið en þeir sem fara einir í Costco. Stephanie Coontz vill meina að sameiginleg ákvarðanataka sem á sér stað í búðarinnkaupum hafi góð áhrif á sambandið. 

Það sama gildir ekki um konur en fullur vaskur af óhreinu leirtaui er sagður drepa kynhvöt kvenna. Konur sem sjá aðallega um að vaska upp eru sérstaklega óánægðar í samböndunum sínum. 

Þetta ætti kannski ekki að koma á óvart enda þekkt að upp komi ósamkomulag í ástarsamböndum vegna þess að annar aðilinn þrífur aldrei klósettið og hinn setur aldrei í þvottavél. Þrátt fyrir að rannsóknin væri gerð á fólki með börn ætti jafnrétti heima við að koma til góða á öllum heimilum. 

Það hefur ekki góð áhrif á sambandið ef annar aðilinn …
Það hefur ekki góð áhrif á sambandið ef annar aðilinn sér um heimilsverkin. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál