Jafnhá laun lykillinn að hjónabandinu

Það þykir gott ef hjón eru með svipuð laun.
Það þykir gott ef hjón eru með svipuð laun. mbl.is/Thinkstockphotos

Ójafnvægi í samböndum er ekki gott og þar eru peningar ekki undanskildir. Hjón sem þéna álíka háar upphæðir eru líklegri til þess að eiga farsælt hjónaband samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var við Cornell-háskólann í Bandaríkjunum. 

Patrick Ishizuka ræddi um rannsókn sína í Science Daily þar sem hún greinir frá því að fólk er tilbúnara til þess að ganga í hjónaband þegar það hefur náð ákveðnum launum, þegar launabilið er svipað er það líka ólíklegra til þess að skilja. 

Hún segir fólk tilbúið til þess að gifta sig þegar það er nálægt því að eignast það sem er oft tengt við hjónaband eins og húsnæði, bíl og hefur safnað fyrir brúðkaupi. Fólk sem hefur það hins vegar ekki jafngott fjárhagslega er líklegra til þess að hætta saman. 

„Jöfnuður virðist stuðla að stöðugleika,“ segir Ishizuka sem segir að jafnt fjárhagslegt framlag kvenna og karla haldi pörunum saman. 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál