Eiginmaðurinn er með fótablæti

Hjónin eru ekki samstíga í kynlífinu.
Hjónin eru ekki samstíga í kynlífinu. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona sem er finnur fyrir áhugaleysi í kynlífinu leitaði ráða hjá Pamela Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian

„Ég og eiginmaður minn stunduðum áður spennandi og fullnægjandi kynlíf en áhugi minn minnkaði töluvert eftir að ég komst á breytingaskeiðið. Nú þoli ég ekki hvernig eiginmaður minn snertir mig eða hvernig hann byrjar kynlíf. Ég get ekki sagt honum það af því ég er hrædd við að móðga hann, svo ég brosi, læt mig hafa það en þoli það ekki,“ skrifar konan. 

„Það er annað sem hann gerir, án þess að spyrja mig hvort það sé í lagi. Upp úr þurru snýr hann sér við í rúminu og notar fæturna á mér til þess að fróa sér. Mér finnst það óþægilegt og ég kann ekki við það að hann noti hluta líkama míns til þess að fullnægja sér án þess að það sé fyrir okkur bæði. Það er hins vegar eina ánægjan sem hann fær frá mér þótt það sé án samþykkis. Ég elska eiginmann minn og vil gefa eitthvað eftir þar sem ég er svo áhugalaus en ég veit ekki hvað ég á að gera.“

Áður fyrr var fannst konunni kynlífið fullnægjandi.
Áður fyrr var fannst konunni kynlífið fullnægjandi. mbl.is/Thinkstockphotos

„Að brosa og láta sig hafa það er góð leið til þess að slökkva á kynhvötinni. Breytingaskeiðið getur vissulega komið hormónunum sem hjálpa konum að njóta kynlífs úr jafnvægi en það ætti aldrei að binda enda á kynlífið,“ skrifar ráðgjafinn til baka en bætir þó við að hún geti rætt við lækni til þess að létta á einkennunum. 

„Það sem mikilvægast af öllu er að þú gerir það að forgangsatriði að tengjast eiginmanni þínum aftur kynferðislega með því að vera hreinskilin um hvað þér finnst gott. Enginn vill stunda kynlíf með maka sem er sífellt að koma þeim úr stuði. Hann þarf kennslu.“

„Byrjaðu á því finna út nákvæmlega hvað þú vilt, kannski er það meiri strokur, meiri fróun, meiri athygli á snípinn til þess að hjálpa til við hægari örvun. Síðan skalt þú koma þessum upplýsingum skýrt frá þér til eiginmanns þín án þess að áfellast hann. Þú átt aldrei að leyfa óþægilegt eða sársaukafullt kynlíf. Rólega skalt þú leiðbeina honum um hvernig hann getur veitt þér unað, jafnvel þó svo það leiði ekki til fullnægingar. Hjálpaðu honum að skilja að þú gætir stundum þurft að hætta. Þú verður hrifnari af honum þegar hann reynir virkilega að veita þér unað.“

„Að lokum, hann gæti tengst fótum þín á kynferðislegan hátt, svo gerðu ekki ráð fyrir því að það sem hann gerir í hinum enda rúmsins sé tilfinningalaust. Ræddu þetta við hann og reyndu að taka það í sátt að þetta er ekki óalgengt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál