4 leiðir til að ná meiri árangri í lífinu

Auðmýkt, kærleikur og traust kemur með reynslunni.
Auðmýkt, kærleikur og traust kemur með reynslunni. Ljósmynd/Thinkstockphotos.

Þegar lífið er í föstum skorðum en ánægjulegt að finna leiðir til að auka afköst og ná meiri árangri í lífinu, dag frá degi.

Prófaðu að setja markmiðin til hliðar

Í dag lifum við á tímum markmiða. Okkur er sagt að við verðum að vita hvað við viljum og vinna stöðugt að því. Þegar við gerum það þá erum við í egóinu okkar. Að krefjast einhvers frá lífinu sem við þráum. 

Þannig getur leikari verið stöðugt að horfa á hlutverk í sjónvarpsþætti í staðinn fyrir einungis að gera eins vel og hann getur á hverum degi í leiklist og sjá hvert það leiðir hann. Kannski í kvikmynd?

Taktu einn dag í vinnunni þar sem þú setur allan ótta, markmið og óþægindi til hliðar og stattu í kærleikanum og traustinu. Sjáðu hvað kemur til þín og ef þér líkar niðurstaðan, taktu þá einn dag í viðbót og koll af kolli.

Prófaðu að koma eins fram við alla

Ef þú einsetur þér að koma vel fram við alla í kringum þig jafnt þá muntu sjá skemmtileg áhrif í lífinu þínu. Eins er mikilvægt að sneiða hjá neikvæðum og leiðinlegum samskiptum þennan tíma. 

Hafðu hugfast að oft er hægt að breyta heiminum með fallegum samskiptum við einungis fáa. Byrjaðu á þínu nánasta umhverfi, fjölskyldunni, og fjárfestu í því. Komdu hlýlega fram við afgreiðslufólkið í versluninni og alla sem verða á vegi þínum jafnt.

Þegar við erum að reyna að ná til of margra þá gleymum við oft þeim sem skipta okkur mestu máli. 

Ekki kvarta heldur dragðu lærdóm af reynslunni

Þegar við erum gröm og sár þá erum við að standa í vegi fyrir breytingum. Ef við hins vegar stöndum í ást og trausti og skoðum hvernig aðstæðurnar eða manneskjan er að kenna okkur þá erum við í valdi okkar. 

Þetta getur verið ótrúlega erfitt, þá sér í lagi ef þú ert að upplifa ástarsorg eða sársauka sem erfitt er að eiga við. Farðu í gegnum allar tilfinningarnar, en ekki stoppa lengi við í gremjunni.

Þegar þú ert komin(n) í gegnum mesta sársaukann muntu fá aðra sýn á aðstæður þínar og vonandi sjá þinn hlut betur. Þannig getur þú komist hjá því að lenda í svipuðum aðstæðum aftur. Þegar við sjáum ekki lærdóminn getum við þurft að fara oftar en einu sinni í gegnum hann til að læra. 

Sendu egóið þitt í burtu

Eitt af því sem aftrar okkur í breytingum er egóið okkar. Þegar við sendum egóið okkar í burtu úr aðstæðum og tökum inn kærleika, auðmýkt og traust þá breytast hlutirnir.

Þetta hafa þeir sagt sem hafa sem dæmi misst vinnuna sína. Oft og tíðum getur það verið áfall. Stundum er eins og allar dyr lokist og það sem þú heldur að hafi áður verið sjálfsagt virkar eins og hin mesta blessun. Sem dæmi að hafa vinnu. 

Ef þú þarft að taka tvö skref til baka í ferlinu, er enginn sem segir að eitt skref áfram eftir það verði ekki þitt stærsta gæfuspor. Stattu aftur í ljósinu og traustinu og treystu því að allt sem þú upplifir í lífinu er lærdómur, sérstaklega sniðinn að þér.

Gangi þér vel!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál