Hélt framhjá með æskuástinni

Maðuinn byrjaði að sofa hjá æskuástinni.
Maðuinn byrjaði að sofa hjá æskuástinni. mbl.is/Thinkstockphotos

Maður sem hélt fram hjá konu sinni leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun

Kæra Deidre, ég hélt að það væri í lagi fyrir mig að hitta æskuástina aftur þar sem við erum bæði gift, en þegar kom að því þá gátum við ekki haldið okkur frá hvort öðru. 

Ég hitti hana þegar fyrir 18 árum í vinnunni og við gengum heim saman eftir vinnu. Hún var 19 ára og trúlofuð ég var 17 ára og barnalegur. Ég varð ástfanginn af henni og einn daginn kyssti ég hana. Hún svaraði mér og við hófum ástarsamband. Eldri samstarfsfélagi áttaði sig á hvað væri í gangi. Hann sagði að hún myndi aldrei fara frá unnusta sínum svo ég sagði henni ekki hvernig mér leið raunverulega og á endanum giftist hún honum. 

Seinna hitti ég konuna mína. Við höfum verið gift í 15 ár en ég hef aldrei gleymt fyrstu ástinni. Ég hugsaði oft um hana og vonaði að hún hefði það gott og væri hamingjusöm. Hún hafði sambandi við mig á Facebook, við skrifuðumst á og ákváðum að hittast sem við héldum að væri meinlaust þar sem við erum á fertugsaldri og hamingjusamlega gift. Við mættum með myndir af fjölskyldum okkar og töluðum um líf okkar. Við eigum bæði fín heimili, bíla og förum til útlanda í frí.

Við hittumst aftur og fórum í bíltúr. Allar gömlu tilfinningarnar komu aftur og við byrjuðum ástarsambandið okkar aftur. Kynlífið var ótrúlegt. Konan mín tók eftir því að ég var breyttur og varð tortryggin. Hún henti mér út þegar ég játaði. Synir okkar eru 12 og 13 ára. Þegar þeir spurðu um ástæðuna sagði hún þeim hana. 

Ég bý nú með bróður mínum og hitti strákana eins oft og mögulegt er en ég er ekki almennilegur faðir lengur. Kærastan mín segist elska eiginmann sinn en sé ekki ástfangin af honum lengur. Við erum enn að hittast og hún segist vera ástfangin af mér en hún getur ekki farið frá manni sínum þar þau eigi tvö ung börn. Hún er stúlkan sem ég hefði átt að giftast fyrir mörgum árum. Henni líður eins en getur ekki tekið börnin frá föður sínum. 

Eiginkonan var ekki ánægð með manninn sinn.
Eiginkonan var ekki ánægð með manninn sinn. mbl.is/Thinkstockphotos

Ráðgjafinn segir að æskuástin sé að minnsta kosti ekki að gefa honum falskar vonir. Henni líði kannski illa en hún sé að taka ákvörðun. 

Það er líklegt að þetta muni ekki breytast, þú að bíða og vona í nokkur ár, mögulega alla ævi. Segðu henni að þú viljir vera með henni en ef hún geti ekki yfirgefið hjónaband sitt þá munir þú ekki bíða eftir henni og vera leyndarmálið hennar. Hættu í ástarsambandinu. 

Biddu síðan eiginkonu þína um að gefa þér annað tækifæri, fyrir syni ykkar. Hún gæti gert það ef að ástarsambandið er búið. Hittið ráðgjafa sem getur hjálpað þér að átta þig á af hvejru þú er svona fljótur til þess að kasta frá þér því sem hafði verið hamninjusöm fjölskylda fyrir hvað? Spennandi kynlíf? Rómantískan draum? Þú ert á betri stað með að reyna að sannfæra eiginkonu þína um að gefa þér annað tækifæri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál