6 heimspekingar gefa ráð sem virka

Forngrísk heimspeki kemur reglulega upp á yfirborðið. Við tókum saman lista yfir sjö leiðir sem hægt er að fara, en þær eru í anda sjö heimspekinga með það markmið að öðlast meira nærandi og gefandi líf.

Vertu ósammála í anda Sókrates

Einn elsti gríski heimspekingur sögunnar ítrekaði mikilvægi þess að við hugsum fyrir okkur sjálf. Hann taldi fólk allt of oft fara sofandi í gegnum lífið, án þess að hugsa fyrir sig sjálft, og hegða sér á sama hátt og nærumhverfið gerir. 

Að fylgja hópnum í stað þess að hugsa fyrir okkur sjálf getur haft afleiðingar í för með sér. Sérstaklega ef það sem við gerum er siðferðislega rangt. Við þurfum að taka ábyrgð á okkar eigin gjörðum. Líkt og Sókrates sem hefði frekar dáið heldur en að fara á móti sinni eigin sannfæringu.

Í þessu samhengi er gott að spyrja sig:  Er ég í umhverfi sem leyfir mér að vera ég? Er gert  ráð fyrir sjálfstæðri hugsun á vinnustaðnum mínum? Eða heima?

Gef ég fjölskyldu minni og vinum færi á að hugsa sjálfstætt í kringum mig?

Sókrates.
Sókrates.

Að gera það sem gefur okkur tilgang í anda Artistótelesar

Aristóteles var mikill heimspekingur, en ekki síður líffræðingur í hugsun. Hann byggði siðferði sitt á sálfræðilegri kenningu um mannlegt eðli og hélt því fram að við mannfólkið værum frá náttúrunnar hendi siðferðislega rétthugsandi, félagsverur og opin fyrir hamingju. Hann taldi að öll samfélagsmyndin þyrfti að taka tillit til þessa og byggja umhverfi svo mannfólkið gæti vaxið og dafnað.

Við mannfólkið viljum hafa hugsjónir og þjóna þeim. Við þurfum að vera í kærleiksríku umhverfi sem gefur okkur ráðrúm til að vera forvitin og læra nýja hluti.

Vertu góð fyrirmynd í anda Plútarkosar

Plútarkos skildi betur en margir aðrir hversu félagsleg manneskjan er, að við erum stöðugt að skoða fólkið í kringum okkur og herma eftir því. 

Því miður eru ekki allir með góðar fyrirmyndir. Hins vegar getum við fundið okkur  áhugaverðar fyrirmyndir; fólk sem við lítum upp til og viljum vera eins og.

Í lífinu skiptir meira máli hvað þú gerir en hvað þú segir. Þú getur fengið endalaust tækifæri til að vera fyrirmynd fyrir börnin þín, vini, fjölskyldu og vinnufélaga. Hvernig þú bregst við lífinu, áskorunum og sigrum verður öðrum til eftirbreytni. Ef þú sem dæmi ert að ræða um sterk siðferðisleg gildi og tekur svo fyrsta tækifærið sem þú getur til að sniðganga það sem þú segir að þú hafir trú á, hefur það áhrif á trúverðugleika þinn og gefur öðrum sem bera virðingu fyrir þér lélegt fordæmi.

Sem dæmi geta börnin þín notað staðinn sem þú ert á sem fordæmi fyrir eigin árangur. Horfðu á þau ná sínum markmiðum, og jafnvel setja sér markmið um að gera betur og haltu áfram að hvetja þau til dáða.

Byggðu upp þanþol í anda Epictetusar

Heimspekingurinn Epictetus ólst upp sem þræll í Róm, en varð síðar heimspekingur. Hann var góður í að minna sig á hvaða hlutum hann hefði stjórn á og hvaða hlutum hann þyrfti að sleppa tökunum á. Epictetus sagði: „Við getum stjórnað hugsunum okkar, trú og viðhorfum, en allt annað er ekki okkar að stjórna, annarra manna skynjun og hegðun, hagkerfinu, veðrinu, framtíðinni og fortíðinni. Ef þú einblínir of mikið á það sem þú hefur ekki stjórn á, muntu á endanum finnast þú hjálparlaus. Ef þú fókuserar á það sem þú hefur stjórn á, þá muntu finna innri ró, jafnvel í erfiðustu aðstæðum.“

Í hvaða aðstæðum sem er höfum við val um það hvernig við bregðumst við. Við getum notað þessa hugmynd í okkar daglega lífi. Hvernig get ég gert lífið betra? Hverju hef ég stjórn á og hverju þarf ég að sleppa tökunum á?

Fylgstu með siðferðislegri framþróun þinni í anda Rufusar

Að mati Rufusar er mikilvægt fyrir okkur að æfa góð siðferðisleg gildi á degi hverjum. Hægt er að halda utan um framþróun í þessum málum, til að fylgjast með hversu vel gengur. Ekki treysta einvörðungu á innsæi þitt, því það gæti verið rangt að þessu leyti. Hægt er að halda dagbók um hversu oft þú heldur þínu striki yfr daginn. Hlutgera þarf þá hegðun sem mælir siðferðiskenndina. Sem dæmi þá getum við tekið saman hversu oft við missum stjórn á skapi þínu yfir daginn. 

Rufus.
Rufus.

Gerðu hamingjuna að listgrein í lífi þínu í anda Epicurusar

Gríski heimspekingurinn Epicurus kenndi að eini tilgangur okkar á jörðinni væri að vera hamingjusöm.

Hann varaði við því að mannfólkið væri mjög lélegt við að iðka hamingjuna, en frekar gott í því að finna leiðir til að láta sér líða illa. Að heimspeki ætti að fjalla um aðferðir til að kenna mannfólkinu að vera hamingjusamt. Sem dæmi ætti hún að kenna okkur að setja fókusinn á augnablikið, til að njóta þess til hins ýtrasta. Einnig lagði hann áherslu á að við einblínum á einföldu hlutina í lífinu, í stað þess að vera að reyna að ná í hið ómögulega eða vilja alltaf eitthvað sem er langsótt fyrir okkur að ná í lífinu. Við jafnframt njótum meiri hamingju ef við búum við og búum sjálf til umburðarlyndi gagnvart umhverfinu. Við þurfum að gera ráð fyrir að ólíkir hlutir geri fólk hamingjusamt og ekki leggja okkar persónulega mat á málin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál