Fimm atriði sem er eðlilegt að rífast um

Góð samskipti eru lykilatriði þegar kemur að rifrildum.
Góð samskipti eru lykilatriði þegar kemur að rifrildum. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er ekkert nema eðlilegt fyrir pör að rífast, það fer hins vegar eftir því hvernig pör rífast hvort samskiptin séu heilbrigð eða ekki. Í rifrildum er mikilvægt að reyna að útskýra hvað pirrar og reyna að hlusta á það sem makinn hefur að segja. Prevention tók saman fimm mál sem er eðlilegt að rífast um. 

Fjármál

Pör hafa oft mismunandi skoðanir á því hvernig skuli haga fjármálunum og eyða peningum. Á að kaupa nýjan sófa eða á að fjárfesta? Hér er mikilvægt að skilja sjónarmið hvort annars og útskýra kostina vel. 

Hvernig á að raða í uppþvottavélina

Allir hafa sinn hátt á því sem þarf að gera hvort sem það er að raða í uppþvottavélina, kreista tannkremið úr túpunni eða flokka ruslið. Ef þú pirrar þig á því hvernig makinn raðar í uppþvottavélina er gott að spyrja sig að því hvort það skipti virkilega máli, er rifrildið þess virði. 

Skiptir það máli hvernig raðað er í uppþvottavélina.
Skiptir það máli hvernig raðað er í uppþvottavélina. mbl.is/Thinkstockphotos

Kynlífið

Sérfræðingurinn segir að annar aðilinn vilji oftar meira kynlíf og hinn minna. Það þarf þó ekki að vera vandamál þar sem kynlífið verður ekki vandamál fyrr en það hættir alveg. Mikilvægt er að tímasetning henti báðum og báðir aðilar séu til í að stunda kynlíf. 

Samverustundir

Fólk hefur mismunandi þarfir og þarf mismikið að eiga tíma fyrir sjálft sig og sín áhugamál. Það er eðlilegt að vandamál komi upp hvað varðar tímann sem pör eyða saman. Hér er mikilvægt að leita leiða þannig að pör geti eytt nógum miklum tíma saman án þess að það komi niður á markmiðum og þörfum hvers og eins. 

Hreinlæti

Vandamál tengd hreinlæti og þrifnaði koma upp í flestum samböndum. Skilgreiningin á því hvað er hreint er misjöfn meðal fólks. Það er ekki vænlegt að skammast út í hinn aðilann og kalla hann sóða fyrir að skilja sokkana eftir á gólfinu. Betra er að útskýra hvaða áhrif það hefur á þig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál