Svaf óvart hjá tengdamömmu sinni

Maðurinn svaf hjá tengdamóður sinni.
Maðurinn svaf hjá tengdamóður sinni. mbl.is/Thinkstockphotos

Karlmaður sem svaf hjá tengdamóður sinni leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun.

Kæra Deidre, ég er ástfanginn af kærustunni minni en ég missteig mig þegar ég svaf hjá mömmu hennar. Ég var drukkinn þegar það gerðist og það var frábært en mér líður ömurlega núna. 

Ég er 27 ára og kærastan mín er 25 ára. Ég er búinn að vera með henni í þrjú ár en hitti ekki mömmu hennar fyrr en í gærkvöldi. Kærastan mín ólst upp hjá pabba sínum eftir að mamma hennar fór frá honum fyrir annan mann. Þetta hafði slæm áhrif á kærustuna mína þar sem hún var fimm ára. 

Maðurinn sér eftir því sem hann gerði.
Maðurinn sér eftir því sem hann gerði. mbl.is/Thinkstockphotos

Mamma hennar sem er 42 ára flutti aftur í bæinn á síðasta ári og er búin að vera reyna að sættast við kærustuna mína. Til að byrja með vildi kærastan mín ekkert hafa með hana að gera en svo dó pabbi hennar skyndilega þannig að hún ákvað að lífið væri oft stutt til þess að hafa óbeit á einhverjum. Hún samþykkti að hitta móður sína og þær urðu fljótlega mjög nánar. 

Það leið þó langur tími þangað til ég hitti hana en í gærkvöldi bauð kærastan mín móður sinni út að borða og ég mátti koma með. Það gekk vel en mamma hennar gerði mig órólegan. Ég get svarið það að hún var að reyna við mig og ég var ekki heillaður. 

Við fórum aftur í íbúðina okkar og kærastan mín virtist drukkin. Ég sagði henni að leggja sig. Í eldhúsinu krafðist mamma hennar að við myndum opna viskíflösku sem hún kom með sem gjöf. Þetta var uppáhaldsmerkið mitt svo ég sagði ekki nei. 

Við drukkum mikið og til að gera langa sögu stuttu þá stunduðum við kynlíf á meðan kærastan mín var sofandi á efri hæðinni. Morguninn eftir fór ég til mömmu hennar og bað hana um að segja ekki neitt. „Ekki orð,“ sagði mamma hennar og blikkaði mig. Nú er hún farin en ég er ekki viss um hvort ég eigi að segja frá. Ég get ekki hugsað um það sem ég gerði. 

Mamman og dóttirin voru að vinna í sínu sambandi.
Mamman og dóttirin voru að vinna í sínu sambandi. mbl.is/Thinkstockphotos

Ráðgjafinn segir að það líti út fyrir að móðirin sé hættuleg en segir þó að maðurinn hefði átt að vita betur. 

Ég skil að áfengið hefur átt sinn þátt í þessu en þú brást kærustunni þinni eins illa og þú gast. Sannleikurinn er sá að þú kemst líklega ekki upp með þetta. 

Ég vorkenni kærustunni þinni mest. Hún er nýbúin að missa föður sinn og er í leit af móðurást frá móður sem hreinlega er ekki tilbúin. En hvað getur þú gert? Þú getur sagt kærustunni þinni hvernig móðir hennar hegðaði sér án þess að segja henni að þú sveikst hana líka. Ég get samt ekki hugsað út í það að hún treysti móður sinni aftur. 

Talaðu við tengdamóður þína. Athugaðu hvort þú sjáir merki um samviskubit eða eins og hún sé líkleg til þess að valda vandræðum. Ef svo er ættir þú að vera fljótur til og segja kærustunni sannleikann. Segðu henni hversu drukkinn þú varst og hversu þér þykir þetta leitt og grátbiddu hana um fyrirgefningu. Ég vona að það virki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál