Níu atriði sem gera þig aðlaðandi

Ryan Gosling og Emma Stone eru ekki óaðlaðandi.
Ryan Gosling og Emma Stone eru ekki óaðlaðandi. mbl.is/AFP

Líkamsrækt og sólböð er eitthvað sem getur gert fólk aðlaðandi en þegar maður vill sjá árangur ekki seinna en í gær eru önnur ráð betri. Buisness Insider fór yfir níu skjótvirk ráð til að verða meira aðlaðandi strax í dag. 

Brostu meira

Vísindamenn uppgötvuðu að því breiðara sem brosið var, því meira aðlaðandi virtist andlitið. Í raun bætti glaðlegt andlit upp fyrir ófríðleika. 

Vertu í rauðu

Sálfræðirannsókn sýnir að konur heillast af karlmönnum í rauðum fötum. Í rannsókninni hafði rauði liturinn betur en aðrir litir en þátttakendur voru ekki meðvitaðir um að það væri verið að skoða litaþáttinn. 

Fáðu fólk til að hlæja

Húmorsgáfum er misskipt svo kannski er erfiðara að laga þetta á einum degi en ef vel tekst til getur manneskja bætt við sig aðdáendum. Fjölmargar rannsóknir sýna að konur hrífast frekar af mönnum sem koma þeim til að hlæja. 

Jennifer Aniston og Justin Theroux kunna að brosa sínu breiðasta.
Jennifer Aniston og Justin Theroux kunna að brosa sínu breiðasta. mbl.is/AFP

Ilmaðu vel

Nýr og góður ilmur getur fært fólki aukið sjálfstraust og gert það meira aðlaðandi. 

Núvitund

Fólk sem hefur tamið sér hugsunarhátt núvitundar sýnir maka sínum mikla athygli og er gott í því að stjórna kvíða sem gæti truflað samskiptin. Þetta getur verið ein ástæða fyrir því að menn sem höfðu góða stjórn á núvitund þóttu almennt aðlaðandi meðal kvenna. 

Út að ganga með hund

Ísraelskar konur töldu menn sem áttu hund vera ákjósanlega langtímamaka í rannsókn frá árinu 2013. Vísindamenn telja að það að eiga gæludýr sýni að þú sért fær um að sjá um aðra manneskju og hafir getu til að vera í langtímasambandi. Það hjálpar einnig að þú lítur út fyrir að vera rólegri, aðgengilegri og glaðlegri. 

Leiktu við barn

Konur heillast af karlmönnum sem sýna börnum ástúð. 

Háir hælar

Það kom í ljós í franskri rannsókn að karlmenn heillast frekar af konu ef hún er í háum hælum. 

Byrjaðu kvöldið með ljóta fólkinu

Þetta er kannski ekki fallegasta leiðin en Madeleine A. Fugère, prófessor í félagsfræði, mælti með því að láta sig líta vel út í samanburði við aðra. Hún sagði að það væri tilvalið að hefja kvöldið með fólki sem væri ekki svo aðlaðandi, síðan ætti fólk að færa sig í hóp þeirra fallegu. 

Nicole Kidman heillandi í rauðum kjól og á háum hælum.
Nicole Kidman heillandi í rauðum kjól og á háum hælum. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál