Kynlífið ekki forgangsatriði

Konan er til í að kúra en skortir áhuga á …
Konan er til í að kúra en skortir áhuga á kynlífi. mbl.is/Thinkstockphotos

Karlmaður sem hefur áhyggjur af kynlífsáhugaleysi kærustu sinnar leitaði ráða hjá Pamela Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian

Ég kynntist maka mínum fyrir meira en ári. Kynlíf og samskipti voru góð til að byrja með en nú segist hún oft vera of þreytt, stressuð eða veik. Hún segir að kynlíf sé ekki forgangsatriði hjá henni og byrjar það eiginlega aldrei þrátt fyrir að vera hrifin af kúri og keleríi. Hún segist elska mig mikið og segist þurfa tíma til að finna fyrir djúpri ástríðu. Mér finnst þetta pirrandi og finnst ég vanræktur og blekktur, hún á frekar skrautlega fortíð í kynlífi og hefur tekið þátt í mörgum frjálslegum kynlífsleikjum. 

Ráðgjafinn segir það algengt að fólk hefji sambönd út af öðrum ástæðum en kynlífi eða þar sem kynlíf er ekki það mikilvægasta. 

Þú ert að fá mörg skilaboð um að hún hrífist af þér vegna mismunandi ástæðna en þér virðist vera erfitt að taka það í sátt. Í staðinn fyrir að setja þetta upp í þessu ljósi: „Margir stunduðu frábært kynlíf með henni á undan mér, af hverju ekki ég? Hvað er að mér? Af hverju er hún jafnvel með mér?“ Ofgnótt fortíðar kynlífsfélaga maka þíns þýðir ekki að kynlífið var alltaf gott eða jafnvel stöðugt. Kannski finnst henni erfitt að viðhalda áhuga af því hún er í raun stressuð, kvíðin eða þunglynd. 

Þú þarft að kynnast henni betur. Talaðu við hana um tilfinningar hennar og segðu frá þínum án þess að skammast þín. Spyrðu hana að því hvernig þú getur gert kynlífið spennandi fyrir hana. Það getur verið að hún hafi valið þig vegna þess að hún er örugg með þér sem gæti gefið í skyn flókið sálfræðilegt vandamál en ef kynlíf er mikilvægt fyrir þér og ekki fyrir hana ættirðu að hugsa um að láta gott heita. 

Kynlíf er ekki forgangsatriði hjá konunni.
Kynlíf er ekki forgangsatriði hjá konunni. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál