Trúboðastellingin sú næsthættulegasta

Trúboðastellingin er hættulegri en marga grunar.
Trúboðastellingin er hættulegri en marga grunar. mbl.is/Thinkstockphotos

Trúboðastellingin hefur sjaldan verið kölluð hættuleg eða framúrstefnuleg. Ný rannsókn gæti breytt sýn fólks á stellinguna en Metro greinir frá því að næstalgengast er að gagnkynhneigðir menn brjóti typpi í trúboðastellingunni. 

Í 44 prósent tilvika var fólk í hundinum þegar typpið brotnaði en næst á eftir kom gamla góða trúboðastellingin með 25 prósent tilvika. Vísindamenn komust að þessu með því að taka saman upplýsingar hjá 90 gagnkynhneigðum mönnum sem höfðu brotið typpið. 

Þrátt fyrir þessar upplýsingar ætti fólk ekki að gefa þessar stellingar upp á bátinn enda ekki svo algengt að um menn brjóti typpið á sér. 

Vert er að taka fram að þegar að talað er um brotið typpi er ekki um beinbrot að ræða enda er typpið að sjálfsögðu ekki bein. 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál