Ég elska ekki eiginmann minn

Konan er ekki ánægð í hjónabandinu.
Konan er ekki ánægð í hjónabandinu. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona sem varð ástfangin af vinnufélaga eiginmanns síns leitaði til E. Jean ráðgjafa Elle. 

Kæra E. Jean. Ég er gift, ég er á fertugsaldri og mér líkar ekki við eiginmann minn. Við kyssumst eiginlega aldrei og kúrum aldrei. Ég var tilbúin að láta þessar löngu nætur yfir mig ganga vegna barnanna okkar tveggja en það þýddi að ég lifði einmanalegu lífi.

Fyrir tveimur mánuðum í skrifstofuveislu hitti ég hr. X, nýja verkefnastjóra eiginmanns míns. Ég elska að dansa en eiginmaður minn ekki svo ég dansaði við fimm lög við hr. X. Við urðum ástfangin það kvöld. Eftir það kom hann í kvöldmat með eiginmanni mínum og lofaði eldamennsku mína og skreytingar. Við byrjuðum að skiptast á SMS-um um hönnun og húsgögn (hann er piparsveinn að kaupa fyrir nýju íbúðina sína), og SMS-in urðu rómantísk. Ég játaði ást mína á honum og hann sagðist einnig elska mig. Hr. X er mjög ungur (tíu árum yngri en ég), hann er metnaðarfullur og vill fjölskyldu (ég get ekki átt fleiri börn), við grátum og hlæjum saman yfir þessum vandræðum okkar. Við höfum ekki enn sofið saman, bara faðmast. Gerðu það hjálpaðu mér. Hvað er að koma fyrir mig?

E. Jean grínast aðeins og segir að hún hljóti að kunna að dansa fyrst það tók hann aðeins fimm lög til að verða ástfanginn af henni. Að öllu gamni slepptu ráðleggur hún henni að hætta þessu daðri nema að hún sé nógu hugrökk til þess að segja eiginmanni sínum að hún vilji frelsi til þess að elska þann sem hún vill.

Þú minntist á það í byrjuninni á bréfinu þínu að þú lifðir einmanalegu lífi. Er það orðið of seint fyrir hætta að hugsa um eiginmann þinn sem hr. Leiðinlegan og hugsa úti í það að hann gæti líka verið einmana. Getur þú farið í skemmtilegan kjól, hitt hann í drykk og viðurkennt að þú viljir kúra? Eða farið í línudanstíma saman? Eða flúið út á land yfir eina helgi? Er einhver leið fyrir ykkur að skemmta ykkur saman?

Ef ekki (og ef að njóta hvors annars og barnanna er eina ástæðan fyrir því að vera gift) þá væri kannski best að að sjá hvort að smá ráðgjöf geti hjálpað. Ef að það hjálpar ekki, hittið lögfræðing og íhugið hvaða skref þið ættuð að taka til þess að ljúka hjónabandinu. Ég er ekki viss um að konur með gyðjukrafta sem láta menn verða ástfangna af sér eftir fimm lög ættu nokkurn tíman að ganga í hjónaband.

Hjónin eru eiginlega hætt að kyssast.
Hjónin eru eiginlega hætt að kyssast. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál