Ég fæ ekki fullnægingu

Konan hefur verið að gera sér upp fullnægingu í níu …
Konan hefur verið að gera sér upp fullnægingu í níu mánuði. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona sem hefur þurft að líða fullnægingarskort leitaði ráða hjá E. Jean ráðgjafa Elle

Kæra E. Jean. Ég á yndislegan kærasta en ég hef aðeins fengið fullnægingu með einu sinni á níu mánuðum. Í hin skiptin hef ég verið að gera mér hana upp. Ég er ennþá með mikla kynhvöt en er alltaf ófullnægð. Ég get ekki einu sinni fengið það með sjálfsfróun eða titrara. Með fyrri kærustum mínum var kynlífið alltaf frábært, þrisvar til fjórum sinnum í viku. Ég plataði aldrei. Ég er búin að vera taka þunglyndislyf síðustu tíu mánuðina. Gæti það verið rót vandans? Eða er þetta sálrænt? Hvernig enda ég þetta tímabil? Ef ég segi honum sannleikann veit ég að hann mun aldrei treysta mér aftur. 

E. Jean telur að fullnægingarleysið sé þunglyndislyfjunum að kenna. 

En tölum fyrst um það að þú hefur aldrei gert þér neitt upp þangað til fyrir níu mánuðum. Í alvöru? Aldrei? Við plötum öll. Öll okkar, þú, ég, allir. Við gerum okkur upp ánægju þegar við erum sorgmædd, að vera gáfuð þegar við erum það ekki, að vera saklaus þegar við erum sek. Við gerum okkur upp að okkur líkar við hluti á Facebook allan daginn. Að gera sér upp hluti gerir lífið þolanlegt. Að gera sér upp hluti geri okkur kleift að lifa. Helmingur þess fólks sem ég þekki sem eru í hjónabandi og voru að reyna að verða ólétt hefði ekki orðið það ef að eiginkonan hafði ekki þóst vera í stuði. Ekki láta þér líða illa vegna þess. Að gera sér upp fullnægingu er ekki endir alheimsins. Kærastinn þinn platar líka. Trúðu mér. 

En að þunglyndislyfjunum. Ég talað við geðlækni sem sérhæfir sig í lyfjastjórnun og meðferðum og hún segir að það sé þekkt að þunglyndislyf geri það að verkum að ákveðnir einstaklingar eigi erfitt með að fá fullnægingu. Hvað sem þú gerir ekki hætt að taka þunglyndislyfin fyrr en þú hittir lækninn þinn. Þunglyndi getur líka orsakað kynlífsvandamál. 

Það er óþarfi að viðurkenna eitt né neitt fyrir kærastanum. Reyndu frekar að segja honum að þú sért að breyta um lyf, sem getur getur tekið tíma að venjast líkamlega og andlega. 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál