Fyrrverandi kærastinn eftirsóttari

Konu finnst leiðinlegt að fyrrverandi kærasti sinn sé alltaf á …
Konu finnst leiðinlegt að fyrrverandi kærasti sinn sé alltaf á stefnumótum en ekki hún sjálf. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona leitar ráðgjafa Elle vegna þess að fyrrverandi kærasti hennar er alltaf á stefnumótum á meðan enginn maður sýnir henni áhuga.

Kæra E. Jean. Ég vil ekki vera leiðinleg, eða kannski vil ég það, en fyrrverandi kærastinn minn og ég erum í sömu vinahópunum og hann er hálfviti! Hann er alltaf atvinnulaus, heimilislaus og betlar peninga frá fólki en samt er hann mjög eftirsóttur hjá konum. Ég er ekki vön að monta mig en ég er dugleg og í góðu starfi en samt hefur enginn karl áhuga á mér. Sem er svobsem allt í lagi nema það pirrar mig að þegar ég rekst á hann þá er hann alltaf að hitta einhverja konu og ég alltaf ein.

Út á við er ég sallaróleg, jafnvel þegar ég sé hann í sleik við einhverjar aðrar stelpur beint fyrir framan nefið á mér. En inni í mér er ég öskureið. Það er ekki eins og ég vilji byrja með honum aftur (hann er asni) en þessi staða er pirrandi og jafnvel vandræðaleg. Ég er stutt frá því að grípa í næsta karl og stunda kynlíf með honum á barborði bara svo að hann og vinir mínir sjái að ég er líka eftirsóknaverð. Ert þú með einhver ráð til þess að takast á við þetta vandamál og halda sjálfsvirðingunni í leiðinni?

E.Jean segist vera með frábær ráð fyrir hana og það eina sem hún þurfi að gera sé að ná í blýant og merkja við rétta svarið við þessu prófi fyrir neðan.

Allt sem þú veist um að vera eftirsóknaverð er vitlaust.

  1. Rétt eða rangt: kona er alltaf best sett alein.
  2. Rétt eða rangt: konan sem er aftan á mótorhjóli hjá manni er flottari en konan sem er á sínu eigin mótorhjóli.
  3. Rétt eða rangt: fallegustu kvenkyns aðalpersónur í bókmenntum eiga alltaf kærasta.
  4. Rétt eða rangt: að mæta í veislu án maka hræðir þig því að þú trúir öllu því bulli sem karlrembur hafa verið að segja konum til þess að stjórna þeim í 17.000 ár.
  5. Rétt eða rangt: þú mátt grípa hvaða karl sem er og kyssa hann
  6. Rétt eða rangt: kona án maka er dularfyllri en kona með maka.
  7. Rétt eða rangt: kona á lausu er merki styrkleika, hún er að bíða eftir þeim rétta.
  8. Rétt eða rangt: þú ættir að byrja á stefnumótasíðu eins og Tinder.

Samkvæmt E. Jean eiga svör við þessum spurningum að vera: 1. Rétt, 2. Rangt, 3. Rangt, 4. Rétt, 5. Þú mátt grípa karl hvenær sem er en þetta er rangt ef þú ert aðeins að kyssa karlmenn til þess að líta út fyrir að vera áhugaverð, 6. Rétt, 7. Rétt, 8. Mjög rétt.

Konunni er ráðlagt að hætta að hugsa um fyrrverandi kærastann …
Konunni er ráðlagt að hætta að hugsa um fyrrverandi kærastann og læra að vera ein með sjálfri sér. Mbl.is/thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál