Kærastinn eyðilagði líf mitt

Konan segir manninn hafa eyðlagt líf hennar.
Konan segir manninn hafa eyðlagt líf hennar. mbl.is/Thinkstockphotos

Ung kona leitaði ráða hjá ráðgjafa Elle eftir að fyrrverandi kærasti hennar eyðilagði líf hennar. 

Kæra E. Jean. Ég er 23 ára og nýlega útskrifuð úr laganámi, ég féll á lögmannsréttindaprófinu af því ég var of upptekin af því að gráta úr mér augun vegna 29 ára gamals kærasta til fimm ára sem eyðilagði líf mitt. Hann hélt fram hjá, laug, svipti mig sjálfsálitinu og sjálfstraustinu. Ég er einhleyp núna, án vina (hann vildi ekki leyfa mér að eiga vini) og rosalega brennd. Hvernig kemst ég upp aftur?

E. Jean ráðleggur ungu stúlkunni að gera allt öfugt við það sem hún sé að gera núna.

Ef þú ert uppi í rúmi, farðu á fætur, ef þú ert ekki að borða, borðaðu. Ef þú mætir ekki á undirbúningsnámskeiðið fyrir lögmannsréttindaprófið, klæddu þig og komdu þér í tíma. (Eftirá geturðu spurt nokkra samnemendur þína hvort þeir vilji koma og fá sér kaffi. Þú mátt eiga eins marga vini og þú vilt.)

Að lokum, ef þú ert enn þá að gefa frá þér vatn, það er að segja tár, hættu. Hafið hefur stækkað nóg. „Ekki fleiri tár nú, ég mun finna upp á hefnd,“ eins og Mary Skotadrottning sagði eftir að David Rizzo, trúnaðarvinur hennar, var drepinn fyrir framan hana. Það mun ekkert drepa manninn hraðar en að sjá þig rukka 80 þúsund krónur á klukkutímann sem heimsklassalögmaður og vera elskuð, hamingjusöm og sigursæl.  

Konan féll á prófinu enda upptekin af því að gráta …
Konan féll á prófinu enda upptekin af því að gráta úr sér augun. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál