Fluttu inn saman og hættu að stunda kynlíf

Parið flutti inn saman og rómantíkin hvarf.
Parið flutti inn saman og rómantíkin hvarf. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég er 22 ára gamall og er búinn að vera með sömu stelpunni í fimm ár. Við vorum í fjarsambandi en nú búum við saman. Þetta hefur verið frekar mikið álag þar sem við erum bæði að vinna og í námi og við erum komin í mynstur sem er ekki sérstaklega spennandi eða rómantískt. Við stundum mjög sjaldan kynlíf.“

Ráðgjafi Guardian sagði unga manninum að hann væri ef til vill að upplifa sömu vandamál og margt eldra fólk sem væri búið að vera lengi í samböndum. Skyldur hins daglega lífs ættu það til að þurrka upp alla rómantík og kynlíf í samböndum. Hinsvegar væri þetta liður í því að fullorðnast og pör læra hvort á annað þegar þau flytja inn saman.

„Álag getur haft djúpstæð áhrif á kynlöngun og örvun og þarfnast stjórnunar. Þetta er örugglega stærsta sameiginlega áskorun ykkar. En það hljómar eins og þú sért vonsvikinn yfir því að hlutirnir eru ekki fullkomnir eða að minnsta kosti ekki stundum ánægjulegir og spennandi. Þú þarft ekki að finna fyrir þessari vonbrigðatilfinningu að eilífu,“ segir ráðgjafinn og bendir á að það sé mikilvægt að ræða málin án þess að skammast sín fyrir það. 

Ráðgjafinn mælir með því að ungi maðurinn segi kærustu sinni frá öllu því jákvæða í fari hennar og spyrja hana svo að því hvað henni finnist, hvað sé að virka fyrir hana og hvað sé ekki að virka. Þannig sé hægt að ræða málin.

Það þarf að viðhalda spennunni þegar maður flytur inn með …
Það þarf að viðhalda spennunni þegar maður flytur inn með maka sínum. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál