Fyrverandi hættir ekki að hringja

Maðurinn hringir mikið í konuna og angrar hana.
Maðurinn hringir mikið í konuna og angrar hana. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona sem á í erfiðleikum með fyrrverandi kærasta sinn leitaði ráða hjá ráðgjafa Elle en kærastinn hættir ekki að angra hana. 

Kæra E. Jean. Fyrir tveimur árum varð ég ástfangin af fullkomnasta og klárasta manni sem ég hafði hitt, nema það að hann bjó með mér í átta mánuði og borgaði aldrei leigu – sem var fáránlegt. Ég flutti loksins út og nú hringir hann í sífellu. Ef ég er ekki þar sem ég á að vera er hann með læti og og svívirðir mig. Honum finnst þetta hrottafengna málfar ekki vera vandamál af því að hann er að „passa upp á mig“. 

E. Jean svaraði konunni og reyndi að stappa í hana stálinu. Elskan mín, næst þegar hann mætir stattu í lappirnar og segðu honum að hann eigi að hætta að „passa þig“ og hentu honum út um dyrnar hjá þér. Og þegar hann hringir til þess að athuga hvar þú ert þá ertu nákvæmlega þar sem þú átt að vera. Án hans.

Ráðgjafinn mælir einnig með því að konan blokki símanúmerið hans og tölvupóstinn hans og ef hann ógni henni eigi hún að hringja á lögregluna.

Í fyrstu hélt konan að maðurinn væri fullkominn.
Í fyrstu hélt konan að maðurinn væri fullkominn. mbl.is/Thinkstockpotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál