Óþolandi símahegðun fólks

Fólk er alltaf með símann á sér.
Fólk er alltaf með símann á sér. mbl.is/Thinkstockphotos

Nútímamanneskjan og síminn er orðið eitt, hvert sem við förum og hvað sem við gerum, við erum eiginlega alltaf með símann. Midault tók saman nokkra óþolandi hluti þegar kemur að símanotkun fólks. 

1. Að nota hátalarann á símanum til þess að tala, svara símanum með hátalaranum. 

2. Að skoða Instagram í símanum á meðan þú talar við einhvern annan.

3. Þegar þú átt í skemmtilegum SMS-samskiptum við einhvern og hinn aðilinn hættir að senda SMS og ákveður að hringja í þig í staðinn. 

4. Þegar tengingin slitnar. Hver hringir til baka? Á að hringja til baka? Eða er símtalinu lokið? 

5. Þegar einhver svarar ekki í símann sinn. Við vitum að þú ert með símann á þér. 

6. Þegar þú svarar í símann og þú fattar að manneskjan hefur bara hringt í þig óvart úr vasanum sínum. 

7. Þegar þú ert að sýna einhverjum mynd í símanum þínum og manneskjan byrjar að skoða allt myndaalbúmið. 

8. Þú stillir símann þinn á „hljótt“ áður en þú ferð að sofa en sá sem sefur við hliðina á þér gerir það ekki og þú vaknar upp við píphljóð. 

9. Þegar þú ert settur á bið þegar vinur þinn fær annað símtal. 

10. Þegar einhver hringir í þig (kannski mamma þín) og þú segist þurfa að fara en manneskjan heldur bara áfram að tala.

Margir skoða Instagram þegar þeir eru að tala við annað …
Margir skoða Instagram þegar þeir eru að tala við annað fólk. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál