Ástæðan fyrir því að fólk þykist fá það

mbl.is/Thinkstockphotos

Þó að það sé algengt að fólk geri sér upp fullnægingu er lítið talað um það. Mindbodygreen greindi nýlega frá nýrri rannsókn þar sem skoðað var af hverju bæði karlar og konur þóttust fá fullnægingu.

Það eru margar spurningar sem koma upp í þessu samhengi. Hvað segir þetta um sambandið? Um makann? Rannsóknin sem gerð var við University of Kansas rannsakaði af hverju fólk þóttist fá fullnægingu á meðan fyrri rannsóknir um þetta efni hafa aðallega einbeitt sér að því að skoða hversu algengt það sé.

Í rannsókninni voru um 1.500 einstaklingar spurðir út í það hvers vegna þeir gerðu sér upp fullnægingu. Eftir að hafa farið í gegnum svörin komust vísindamennirnir að því að hægt væri að skipta ástæðunum upp í sex flokka.

1. Fólki finnst það gott.

2. Fólk gerir það fyrir bólfélagann.

3. Fólk er ekki fyrir kynlíf.

4. Fólk vill stjórna og hafa völdin.

5. Óöryggi.

6. Tilfinningaleg samskipti.

Í rannsókninni kom einnig í ljós að 76% kvennanna og 41% karlanna höfðu gert sér upp fullnægingu að minnsta kosti einu sinni á ævinni.  

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál