10 staðreyndir um fullnægingu kvenna

Kynlíf er allra meina bót.
Kynlíf er allra meina bót. mbl.is/Thinkstockphotos

Fullnægingar eru frábærar og láta fólki líða vel. Það er hins vegar ekki það eina sem þær gera fyrir konur, þær geta virkað sem verkjalyf og fengið fólk til að tala. Intimina tók saman 10 staðreyndir um fullnægingu kvenna. 

1. Fullnæging lokar á þann hluta heilastarfseminnar sem stýrir skynsemi og hegðun. 

2. Meðalfullnæging tekur um 20 sekúndur. 

3. Fullnægingar geta komið í stað verkjalyfja og þar með minnkað meðal annars höfuðverki. 

4. Fullnægingar geta fengið bæði konur og karla til að tala meira saman.

5. Lyktarskynið eflist með fullnægingu.

6. Læknar notuðu fullnægingar til þess að meðhöndla ófrjósemi rétt eftir 1900.

7. Sumar konur fá fullnægingu við barnsburð.

8. Fullnægingar geta komið frá öðrum svæðum en kynfærunum eins og til dæmis hugsunum eða jafnvel tannburstun.

9. Það fá ekki allir fullnægingu á sama hátt. Sumar konur fá það við örvun á sníp á meðan aðrar fá aðeins fullnægingu við munnmök.

10. Dagur kvennafullnæginga er 8. ágúst.

Konur fá fullnægingu á mismunandi hátt.
Konur fá fullnægingu á mismunandi hátt. Ljósmynd/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál