Hvað þýða blautu draumarnir?

Blauta drauma ber ekki að taka bókstaflega.
Blauta drauma ber ekki að taka bókstaflega. Thinkstock / Getty Images

Þótt þú sofir þýðir það ekki að kynhvötin sofi. Margir vakna upp við blauta drauma en það ætti ekki endilega að taka þá bókstaflega. Lauri Loewenberg, draumasérfræðingur og rithöfundur, mælir með því við ástralska Women’s Health að fólk skrifi niður drauma sína í dagbók. Eftir ákveðinn tíma getur fólk skoðað draumana og séð hvort það leynist einhver rauður þráður í gegnum þá sem undirmeðvitundin er að reyna koma þér í skilning um.

Hér eru sjö algengir kynferðislegir draumar og hvað má ráða úr þeim.

Kynlíf með kunningja

Þetta þýðir ekki að þú viljir halda fram hjá maka þínum með manninum í næsta húsi. Þetta þýðir einfaldlega að þú dáist að þessari manneskju. Loewenberg segir að stunda kynlíf með einhverjum í draumi gæti einfaldlega þýtt að þú viljir fá það sem hinn aðilinn á eða hefur.  

Kynlíf með yfirmanni þínum

Þetta þýðir vissulega að þú viljir komast nær yfirmanni þínum en ekki endilega á kynferðislegan hátt. Það getur til dæmis táknað að það sé mikil hugmyndafræðileg fjarlægð á milli þíns og yfirmannsins og þú viljir bæta úr því.

Reynir að finna afvikinn stað með maka þínum

Þetta getur þýtt að þú ert ekki í nógu góðu sambandi við maka þinn dags daglega. Hér gæti þurft að skipuleggja stefnumótakvöld til þess að tengjast hvort öðru í rólegheitunum.

Kynlíf á almannafæri

Athugasemd um maka þinn frá vini eða fjölskyldu getur leitt til þess að þig dreymi óþægilegan draum. Að vera berskjaldaður fyrir framan aðra getur tengst þeim tilfinningum sem vakna upp hjá þér þegar aðrir gera athugasemdir við ástarlíf þitt.

mbl.is/Thinkstockphotos

Flug

Flug í draumi tengist fullnægingu. Draumur um flug getur tengst pirringi á hvernig kynlíf þú stundar.

Kynlíf með stjörnu

Þrátt fyrir að þig dreymi kynlíf með George Clooney er draumurinn ekki endilega um Clooney sjálfan. Draumurinn gæti í raun þýtt að þú þurfir að fá að vera stjarnan í þínu eigin lífi.

Draumur um fyrrverandi

Þetta gerist alltaf öðru hverju en það þýðir ekki endilega að þú sért enn þá ástfangin af fyrrverandi maka. Þetta gæti verið eitthvað í umhverfinu sem minnir þig á hann, hann á afmæli bráðum, þú sást tíst frá honum á Twitter. Ef þig dreymir hann hins vegar oft eða draumarnir koma af því þú ert alltaf að skoða hann á netinu þá gæti eitthvað verið að núverandi sambandi þínu.

mbl.is/thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál