Ert þú í sambandi með sjálfsdýrkanda?

Sjálfsdýrkendur hafa unun af því að gera maka sína afbrýðisama.
Sjálfsdýrkendur hafa unun af því að gera maka sína afbrýðisama. Ljósmynd / Getty Images

Kannast þú við að eyða gæðastund með kærastanum þínum, þegar hann allt í einu ákveður að minnast á fyrrverandi kærustuna sína? Og það upp úr þurru.

Segjum sem svo að þið séuð að horfa á rómantíska gamanmynd þegar hann tilkynnir þér að hann hafi eitt sinn verið að „deita“ stelpu sem elskaði rómantískar gamanmyndir. Og hún hafi einmitt sent honum skilaboð fyrr um daginn. Samkvæmt frétt Elite Daily bendir þetta til þess að maki þinn sé afar upptekinn af sjálfum sér.

Ný rannsókn hefur leitt í ljós að sjálfsdýrkendur (e. narcissists) eiga það til að gera maka sína afbrýðisama að gamni sínu. Þá er því einnig haldið fram að athæfið sé síður en svo gert í slysni, heldur snúist það um það að öðlast völd yfir maka sínum, kanna hversu sterkt sambandið er, auka sjálfstraust sitt eða einfaldlega hefna sín.

Gregory Tortoriello, sálfræðingur við Háskólann í Alabama, segir að „þeir séu að framkalla afbrýðisemi hjá maka sínum til þess að uppfylla eitthvert markmið. Þeir gera þetta viljandi.“

Rannsóknin hefur auðvitað sína annmarka og ef maki þinn hefur einu sinni gert þig afbrýðisama þarf það ekki að þýða að hann sé sjálfsdýrkandi.

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál