Fimm fullnægingar sem konur ættu að upplifa

mbl.is/Thinkstockphotos

Það er fátt betra en góð fullnæging en þær geta þó verið mismunandi. Aldur og aðstæður geta haft áhrif á fullnæginguna. Women's Health tók saman lista yfir fimm tegundir fullnæginga sem allar konur ættu að upplifa á mismunandi tímapunktum í lífi sínu. 

Fyrsta fullnægingin með nýjum maka

Þetta er ekki eins einfalt og í bíómyndunum. Pör þurfa oft að stunda kynlíf nokkrum sinnum áður en að konur fá fullnægingu en þegar það gerist er það frábært.

Samkvæmt bandarískri rannsókn eru aðeins 32 prósent líkur á því að kona fái fullnægingu í fyrsta skipti sem kynlíf er stundað með nýjum kynlífsfélaga og 51 prósent líkur eftir sex skipti. Við þessar staðreyndir má bæta því að um tveir þriðju kvenna þurfa auka örvun til þess að fá fullnægingu.

Fullnæging í langtímasambandi

Í langtímasamböndum hefur skapast mikið traust og konan getur leyft sér að prufa sig áfram í kynlífinu og leita nýrra leiða til að fá fullnægingu. Með því að taka makann með í ferðalagið verða tengslin við makann enn dýpri.

mbl.is/Thinkstockphotos

Fullnæging við skyndikynni

Það er getur verið frelsandi að stunda kynlíf með einhverjum sem þú vilt ekki eiga í sambandi við, sérstaklega ef þú ert nýkomin úr langtímasambandi. Þessar fullnægingar eru frelsandi. Njóttu þess að vera einhleyp og leyfðu þér að setja sjálfa þig í fyrsta sætið.

Fullnæging eftir barnsburð

Ástæður þess að þessar fullnægingar eru góðar eru margar. Samdrættirnir sem fylgja fullnægingunni styrkja grindarbotnsvöðvana sem veikjast eftir fæðingu. Það er unaðslegt að stunda kynlíf með maka þínum eftir smá hlé en læknar ráðleggja konum að bíða að minnsta kosti með samfarir í sex vikur eftir fæðingu. Kynlíf margra kvenna breytist eftir fæðingu, tilfinningin getur breyst.

Reynsluboltafullnæging

Margir segja að kynlífið verði bara betra með aldrinum enda ertu alltaf að læra inn á sjálfan þig og með árunum verða konur oft öruggari með líkamann. Rannsókn sýndi einnig fram á að margar konur fara að leita nýrra leiða í kynlífi þegar þær eru komnar á fimmtugsaldurinn.

70 prósent kvenna á fimmtugs- og sextugsaldri fengu fullnægingu síðast þegar þær stunduðu kynlíf á móti 61 prósent kvenna á aldrinum 18 til 24 samkvæmt rannsókn sem birtist í Journal of Sexual Medicine.

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál