Ertu í fullkomnu ástarsambandi?

Ljósmynd/Pixabay

Sumir segja að góðu sambandi þurfi ekki stöðugt að vinna fyrir. Hvort sem það er rétt eða ekki ætti samband ekki að vera erfitt né ætti það að taka andlega á báða einstaklinga en í stað þess að benda á galla hvors annars þegar upp koma erfiðir tímar í sambandinu er betra að viðurkenna að allir hafa sína kosti og galla.

Mind Body Green nefnir nokkra kosti fólks sem virðist alltaf vera í góðum samböndum og eiga góð samskipti við maka sinn en hér eru nokkur atriði nefnd.

Eftirfarandi kostir eiga við fólk sem á í góðum og langvarandi samböndum.

1. Það skilgreinir sig ekki samkvæmt fortíðinni. Ef þú ert áhyggjufull/ur yfir því að þú munir enda eins og foreldrar þínir, hvort sem það er að þú óttist skilnað eða að þú munir aldrei ná að vera í eins fullkomnu sambandi og samband foreldra þinna virðist, ættir þú að losa þig við þennan samanburð. Þú ert ekki frjáls til að skapa þitt eigið samband ef þú miðar þig stöðugt við samband foreldra þinna eða annarra. Reyndu að átta þig á því hvað þú hræðist og sjá hvað þú hefur. Viðurkenndu að svona voru hlutirnir í fortíðinni og minntu þig á að þú ert ekki dæmd/ur til einna örlaga frekar en annarra. Þú ert stjórnandinn í eigin lífi og þú ein/n hefur valdið til að skapa gott samband. Ef þér finnst þú hafa farið út af sporinu geturðu leiðrétt það og ef þú hefur gert mistök í fortíðinni geturðu lært af þeim.

2. Það er alvöru. Fólk sem á í djúpum, alvörugefnum ástarsamböndum er ekki hrætt við hvernig þau sjálf eru. Það er ekki hrætt við að sýna sínar hliðar og leyfa maka sínum að gera hið sama. Það reynir ekki að fela það hvernig það raunverulega er og bæði sýna það og viðurkenna. Gervileg svör, gervilegir svipir og gervileg viðbrögð eiga þess vegna ekki þátt í að styrkja sambandið þar sem einstaklingurinn sem sýnir ekki sitt rétta andlit felur sinn rétta persónuleika fyrir makanum.

3. Það er sjálfstætt. Ef þú reiðir þig stöðugt á maka þinn til að láta þér líða vel eða láta þér líða eins og þú hafir sjálfstraust mun reynast erfitt að halda sambandinu gangandi. Að sjálfsögðu efast allir um sig við og við en stöðugur sjálfsefi og ósjálfstæði getur sett óþarfa og óraunhæfa pressu á maka þinn um að láta þér líða vel með þig. Mundu það að ævistarf maka þíns felst ekki í því að láta þér stöðugt líða vel með sjálfa/n þig.

4. Það reynir að hvetja maka sinn til breytinga en reynir ekki að breyta þeim. Það er munur á því að hvetja fólk til að breytast og að reyna að breyta þeim. Ef þú reynir stöðugt að breyta maka þínum ertu líklega að gera það fyrir þinn eigin hag en ef þú hvetur hann frekar til að breyta sjálfum sér þá er hagurinn ykkar beggja. Það er ekki hægt að breyta fólki, það breytist sjálft. Mundu að maður stjórnar ekki öðrum. Veittu maka þínum innblástur um að gera sig betri og fara annan veg ef þú telur þess þörf en ekki reyna að breyta honum ef þú ert ósátt/ur.

5. Það leyfir sér að vera viðkvæmt. Fólk sem á í góðum samskiptum við maka sinn leyfir sér að sýna sínar raunverulegu tilfinningar og þykir í lagi að leyfa makanum að sjá sál sína og sýnir sína réttu persónu. Þetta gefur af sér traust og ást sem næst ekki með þúsund orðum.

6. Það fórnar ekki en gefur af fúsum og frjálsum vilja. Þú er hægt að hugsa um það sem maður gefur maka sínum á tvennan hátt. Annars vegar færir þú fórnir fyrir makann, en það segir að þú sért tilbúinn að gefa eitthvað upp á bátinn fyrir ástina sem er ykkar á milli, eða þú vinnur þetta beint frá hjartanu. Ef þú hugsar um það sem þú gefur maka þínum á seinni háttinn mun það hjálpa þér að halda rómantíkinni og léttleika ykkar á milli. Passaðu þess vegna að halda ekki að þú sért stöðugt að færa fórnir fyrir maka þinn, horfðu á það eins og þú sért að gefa af fúsum og frjálsum vilja ástarinnar vegna.

7. Það fer ekki í fýlu í langan tíma. Ef þú ert alltaf fúll í langan tíma segir það þér að þú viljir láta maka þinn finna fyrir skömm og samviskubiti en þær tilfinningar eyðileggja sambandið og eru afskaplega skemmandi tilfinningar. Að vera í sambandi með einhverjum sem er skammast sín alltaf eða er alltaf sakbitinn leiðir ekki til langvarandi og traustverðugs sambands.

8. Það leyfir maka sínum að vera sérfræðingur í einhverju. Samband er ekki samkeppni, þess vegna á fólk sem hefur mikla minnimáttarkennd eða þeir sem eru í stöðugri samkeppni, oft erfitt með að vera í góðum og langvarandi samböndum. Ekki metast um hvor er betri né um hvor getur höndlað meira, það eru eitruð samskipti. Fólk sem á í frábærum ástarsamböndum eiga auðvelt með að koma auga á bestu kosti makans og finnast þau ekki þurfa að keppa við þá kosti né finnast þeim þau þurfa að vera í stöðugri samkeppni. Eina leiðin til að fagna styrkleikum maka þíns er að þú þekkir þína eigin kosti og sért stolt/ur af þeim. Ef þú ert alltaf afbrýðisamur út í kosti maka þíns þá er það líklega vegna þess að þú ert óánægð/ur með þína eigin eða veist hreinlega ekki hverjir þeir eru. Leyfðu maka þínum að vera sérfræðingur í einhverju sem hann telur sig vera sérfræðingur í og finndu þína eigin kosti og hvað þú ert góð/ur í eða veist mikið um.

9. Það kemur maka sínum til að hlæja. Húmor tengir fólk meira en allt annað vegna þess að hlátur er ósjálfrátt viðbragð. Þegar við hlæjum erum við ekki í vörn og leyfum okkur að vera sú sem við erum og sýnum okkar rétta andlit. Það að hlæja saman gerir sambandið léttara og skemmtilegra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál