Ásdís Spanó í essinu sínu á Seltjarnarnesi

Krummi Arnar Bang, Arna Gerður Bang, Ásdís Spanó og Róbert …
Krummi Arnar Bang, Arna Gerður Bang, Ásdís Spanó og Róbert Stefánsson Spanó. mbl.is/Bix

Myndlistarkonan Ásdís Spanó hélt 13. einkasýningu sína nýverið, Conctinuum - Place, í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi. Sýningasalurinn var fullur af fólki eins og myndirnar sýna og voru vinkonurnar Ásdís Spanó og Arna Gerður Bang reffilegar að vanda. 

Ásdís Spanó býr og starfar í Reykjavík. Hún nam myndlist við Listaháskóla Íslands og lauk þaðan námi árið 2003. Hún stundaði einnig myndlistarnám við Central Saint Martins, University of the Arts London í Bretlandi og við Accademia di Belle Arti Bologna á Ítalíu. Ásdís hefur síðustu tvo áratugi sýnt verk sín á samsýningum og einkasýningum. 

Á sýningunni er sjónum beint að óhlutbundinni skynjun á tíma og rúmi. Mörk þess óhlutbundna, arkitektúrs og áferðar eru könnuð auk þess sem formum úr menningar-sögulegum kennileitum er teflt fram gegn tilvísunum í söguleg listaverk. Verkin eru byggð upp með lögum af þunnri málningu, útlínuteikningum, bleki, grafíti og útstrokunum. Nýju lagi af málningu er bætt ofan á eldra, stundum er það þurrkað út eða endurtekið yfir það sem áður var.  Merkingum er komið fyrir, þær síðan máðst af, efni skarast, leysast upp og endurtaka sig. Hvöss, rúmfræðileg form þekja lög af bleki og litarefnum sem virðast bráðna með tímanum og loks hverfa. Sumir fletirnir eru spreyjaðir og með tímanum málað yfir með þunnri málningu. Verkin vísa í tíma sem líður á óræðum og síbreytilegum stað og endurspeglar varðveislu og lof til fortíðar og menningarlega mikilvæg kennileiti.

 

Á sýningunni er sjónum beint að óhlutbundinni skynjun á tíma …
Á sýningunni er sjónum beint að óhlutbundinni skynjun á tíma og rúmi. mbl.is/Bix
Myndlistaskonan Ásdís Spanó hélt 13. einkasýningu sína nýverið.
Myndlistaskonan Ásdís Spanó hélt 13. einkasýningu sína nýverið. mbl.is/Bix
mbl.is/Bix
Tristan Ari Bang Margeirsson, Arna Gerður Bang, Ásdís Spanó og …
Tristan Ari Bang Margeirsson, Arna Gerður Bang, Ásdís Spanó og Daníel Ólafur Stefánsson Spanó. mbl.is/Bix
Bix Sigurðsson, Daníel Ólafur Stefánsson Spanó, Tristan Ari Bang Margeirsson …
Bix Sigurðsson, Daníel Ólafur Stefánsson Spanó, Tristan Ari Bang Margeirsson og Sirrý Hallgrímsdóttir.
Daníel Ólafur Stefánsson Spanó og Tristan Ari Bang Margeirsson.
Daníel Ólafur Stefánsson Spanó og Tristan Ari Bang Margeirsson. mbl.is/Bix
Arna Gerður Bang, Sigrún Brynja Einarssdóttir og Selma Hafliðadóttir.
Arna Gerður Bang, Sigrún Brynja Einarssdóttir og Selma Hafliðadóttir. mbl.is/Bix
Myndlistarkonan útskýrir verkin fyrir gestum sýningarinnar.
Myndlistarkonan útskýrir verkin fyrir gestum sýningarinnar. mbl.is/Bix
Margt var um manninn á listasýningu Ásdísar Spanó nýverið.
Margt var um manninn á listasýningu Ásdísar Spanó nýverið. mbl.is/Bix
Ásdís Spanó og Arnar Jónsson leikari.
Ásdís Spanó og Arnar Jónsson leikari. mbl.is/Bix
Selma Hafliðadóttir, Arna Gerður Bang og Ármann Reynisson.
Selma Hafliðadóttir, Arna Gerður Bang og Ármann Reynisson. mbl.is/Bix
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál