Katrín fagnaði með Ármanni bróður sínum

Ármann Jakobsson, Páll Valsson og Katrín Jakobsdóttir.
Ármann Jakobsson, Páll Valsson og Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Stella Andrea Guðmundsdóttir

Ármann Jakobsson rithöfundur og prófessor í íslensku fagnaði útkomu bókar sinnar Tíbrár á dögunum. Teitið fór fram í Eymundsson og var vel mætt. Meðal gesta var litla systir hans, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 

Bókin fjallar um fjóra unga menn sem fara saman á veiðar og eru þeir misjafnlega vanir skotvopnum. Eina andvökunóttina sér níræð kona, sannkallað hörkutól, mann með derhúfu bogra yfir stóru röri í nágrenni íbúðar hennar í úthverfi Reykjavíkur. Þegar hún lítur þar við á göngu síðar sér hún lík í rörinu vafið inn í teppi. 

Hér fæst rannsóknarteymið geðþekka sem lesendur þekkja úr fyrri bókum Ármanns við afar sérstakt sakamál: nestorinn Bjarni, Kristín arftaki hans, hin formfasta Margrét Krabbe og fallegi kvennabósinn Njáll. 

Tíbrá er hörkuspennandi krimmi en líka skemmtisaga um glæp; hér er á ferðinni einstaklega fyndin og mannleg saga um breyskar manneskjur og þær sem örlögin hafa leikið grátt, en ekki síður forherta afbrotamenn. 

Tíbrá er þriðja glæpasaga Ármanns Jakobssonar en þær fyrri, Útlagamorðin og Urðarköttur, hafa hlotið frábæra dóma.

Á dögunum tryggði Sigurjón Sighvatsson sér kvikmyndaréttinn að bókinni.

Ólafur Kjaran Árnasson, Bryndís Ólafsdóttir og Soffía Svanhvít Árnadóttir, Arnór …
Ólafur Kjaran Árnasson, Bryndís Ólafsdóttir og Soffía Svanhvít Árnadóttir, Arnór Gunnar Gunnarsson og Jón Kristinn Einarsson. mbl.is/Stella Andrea Guðmundsdóttir
Sigmundur Ernir Rúnarsson, Anneta Ingimundardóttir og Bjarni Þorsteinsson.
Sigmundur Ernir Rúnarsson, Anneta Ingimundardóttir og Bjarni Þorsteinsson. mbl.is/Stella Andrea Guðmundsdóttir
Ármann Jakobsson segir frá bókinni.
Ármann Jakobsson segir frá bókinni. mbl.is/Stella Andrea Guðmundsdóttir
mbl.is/Stella Andrea Guðmundsdóttir
Þóra Elfa Björnsson og Líf Magneudóttir.
Þóra Elfa Björnsson og Líf Magneudóttir. mbl.is/Stella Andrea Guðmundsdóttir
Bjarni Þorsteinsson, Anneta A. Ingimundardóttir og Elísabet Ólafsdóttir.
Bjarni Þorsteinsson, Anneta A. Ingimundardóttir og Elísabet Ólafsdóttir. mbl.is/Stella Andrea Guðmundsdóttir
mbl.is/Stella Andrea Guðmundsdóttir
Hermann Stefánsson og Steinunn Haraldsdóttir.
Hermann Stefánsson og Steinunn Haraldsdóttir. mbl.is/Stella Andrea Guðmundsdóttir
Lára Magnúsardóttir og Kjartan Örn Ólafsson.
Lára Magnúsardóttir og Kjartan Örn Ólafsson. mbl.is/Stella Andrea Guðmundsdóttir
Gísli og Ragnar.
Gísli og Ragnar. mbl.is/Stella Andrea Guðmundsdóttir
Jón Kristinn Einarsson og Arnór Gunnar Gunnarsson.
Jón Kristinn Einarsson og Arnór Gunnar Gunnarsson. mbl.is/Stella Andrea Guðmundsdóttir
mbl.is/Stella Andrea Guðmundsdóttir
mbl.is/Stella Andrea Guðmundsdóttir
mbl.is/Stella Andrea Guðmundsdóttir
Ármann Jakobsson.
Ármann Jakobsson. mbl.is/Stella Andrea Guðmundsdóttir
Svavar Stefánsson, Auður Kristinsdóttir, Kristín Andreadóttir og Bjarni Ólafsson.
Svavar Stefánsson, Auður Kristinsdóttir, Kristín Andreadóttir og Bjarni Ólafsson. mbl.is/Stella Andrea Guðmundsdóttir
Jakob Gunnarsson, Illugi Gunnarsson og Valborg Sigrún Jónsdóttir.
Jakob Gunnarsson, Illugi Gunnarsson og Valborg Sigrún Jónsdóttir. mbl.is/Stella Andrea Guðmundsdóttir
Ásdís Egilsdóttir og Erlendur Sveinsson.
Ásdís Egilsdóttir og Erlendur Sveinsson. mbl.is/Stella Andrea Guðmundsdóttir
Jan Alexander van Nahl og Dale Kedwards.
Jan Alexander van Nahl og Dale Kedwards. mbl.is/Stella Andrea Guðmundsdóttir
mbl.is/Stella Andrea Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál