Bauð upp á Bæjarins bestu í sextugsafmælinu

Hér er Sigurbjörn ásamt eiginkonu sinni, Hlíf Sturludóttur og börnum …
Hér er Sigurbjörn ásamt eiginkonu sinni, Hlíf Sturludóttur og börnum þeirra Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, Nínu Kristínu Sigurbjörnsdóttur, Andra Ingasyni og Magnúsi Sigurbjörnssyni. Á myndina vantar Birtu Ingadóttur dóttur Hlífar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sigurbjörn Magnússon lögmaður hélt upp á sextíu ára afmæli sitt á dögunum. Veislan fór fram í sumarbústað fjölskyldunnar, Brekkuskála, sem er í landi Kiðafells í Kjós. Boðið var upp á heiðarlegar veitingar og svo héldu Björn Kristinsson, Bjössi sax, og hljómsveit uppi stuðinu. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem haldið er upp á sextugsafmæli í bústaðnum því afi hans hélt upp á sitt sextugsafmæli 1945. 

„Afi, Sigurbjörn Þorkelsson sem oft var kenndur við Vísi, kaupir þessa jörð 1938 og byggir þennan sumarbústað 1941. Hann hélt upp á sextugsafmæli sitt þarna 1945,“ segir Sigurbjörn sem síðar eignaðist bústaðinn og hefur endurbætt hann að mestu leyti í upprunalegri mynd. 

Þegar Sigurbjörn er spurður að því hvort hann sé mikið afmælisbarn játar hann því. 

„Ég er mikið afmælisbarn, en það er kannski vegna þess að ég er einkabarn. Foreldrar mínir höfðu alltaf töluvert fyrir afmælinu mínu þegar ég var barn en auk þess sem það bar upp á sama dag og afmæli föðurömmu minnar, Helgu Jónsdóttur. Við héldum stundum upp á afmælið saman og ég minnist mjög margra afmælisdaga á þessum stað í Brekkuskála,“ segir hann. 

Í afmælinu var meðal annars boðið upp á pylsur frá Bæjarins bestu og með því en þessi þjóðarréttur Íslendinga er í miklu uppáhaldi hjá afmælisbarninu. 

„Ég rak lögmannsstofu í Eymundsson húsinu niður í Austurstræti og þá var hádegisverðurinn oft pylsa og kók á Bæjarins bestu. Ég hef alltaf taugar til þess og hef gert þetta áður í veislum. Það að bjóða upp á Bæjarins bestu hefur alltaf mælst vel fyrir,“ segir hann.

-Fékkstu eitthvað fallegt í afmælisgjöf?

„Ég fékk nýjan hnakk en ég er með hestana mína þarna á Kiðafelli og hef gert það síðustu 40 árin. Ég er einmitt að fara í hestaferð eftir helgi með góðum hópi.“

Andri Ingason, Edda Halldórsdóttir og Elsa Pétursdóttir.
Andri Ingason, Edda Halldórsdóttir og Elsa Pétursdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson
Unnur Steina Björnsdóttir og Sigurbjörn Magnússon.
Unnur Steina Björnsdóttir og Sigurbjörn Magnússon. mbl.is/Ómar Óskarsson
Anna Pétursdóttir, Steinn Logi Björnsson, Ólafur Garðarsson, Laufey Johannessen, Sigurbjörn …
Anna Pétursdóttir, Steinn Logi Björnsson, Ólafur Garðarsson, Laufey Johannessen, Sigurbjörn Magnússon, Eva Garðarsdóttir og Kristinn Haukur Skarphéðinsson. mbl.is/Ómar Óskarsson
Sóley Halla Möller, Rúnar Bragason, Sigrún Sveinbjarnardóttir og Hjörtur Bergstad.
Sóley Halla Möller, Rúnar Bragason, Sigrún Sveinbjarnardóttir og Hjörtur Bergstad. mbl.is/Ómar Óskarsson
Andri Árnason, Sigurbjörn Magnússon, Finnur Magnússon og Vífill Harðarson.
Andri Árnason, Sigurbjörn Magnússon, Finnur Magnússon og Vífill Harðarson. mbl.is/Ómar Óskarsson
Ólafur Garðarsson, Kjartan Georg Gunnarsson, Óli Björn Kárason, Sigurbjörn Magnússon, …
Ólafur Garðarsson, Kjartan Georg Gunnarsson, Óli Björn Kárason, Sigurbjörn Magnússon, Bjarni Guðmundsson, Hjörtur Nielssen og Haukur Þór Hauksson. mbl.is/Ómar Óskarsson
Finnur Magnússon, Magnús Sigurbjörnsson og Aðalbjörg Guðmundsdóttir.
Finnur Magnússon, Magnús Sigurbjörnsson og Aðalbjörg Guðmundsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson
Sigurbjörn Magnússon, Guðmundur Davíðsson, Svanborg Magnúsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Sigurbjörg Ólafsdóttir …
Sigurbjörn Magnússon, Guðmundur Davíðsson, Svanborg Magnúsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Sigurbjörg Ólafsdóttir og Sigurþór Gíslason. mbl.is/Ómar Óskarsson
Þórey Bjarnadóttir, Sigurbjörn Magnússon og Karítas H. Gunnarsdóttir.
Þórey Bjarnadóttir, Sigurbjörn Magnússon og Karítas H. Gunnarsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson
Sigurbjörn Magnússon og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson.
Sigurbjörn Magnússon og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson. mbl.is/Ómar Óskarsson
Hrönn Greipsdóttir og Helga Möller.
Hrönn Greipsdóttir og Helga Möller. mbl.is/Ómar Óskarsson
Sigurbjörn Magnússon og Björn Kristinsson.
Sigurbjörn Magnússon og Björn Kristinsson. mbl.is/Ómar Óskarsson
Guðmundur Kristjánsson, Hermann Hermannsson, Sigurbjörn Magnússon, Gísli V. Guðlaugsson og …
Guðmundur Kristjánsson, Hermann Hermannsson, Sigurbjörn Magnússon, Gísli V. Guðlaugsson og Jóhannes Sigurðsson. mbl.is/Ómar Óskarsson
Magnús E. Kristjánsson, Haraldur Johannessen og Sigurður Skagfjörð Sigurðsson.
Magnús E. Kristjánsson, Haraldur Johannessen og Sigurður Skagfjörð Sigurðsson. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál