Stuð í sendiherrabústaðnum í Berlín

Kristján Eldjárn, Kristjana Arngrímsdóttir, Eva Þengilsdóttir, Emil Þór Sigurðsson, Stefán …
Kristján Eldjárn, Kristjana Arngrímsdóttir, Eva Þengilsdóttir, Emil Þór Sigurðsson, Stefán Viðarsson og Martin Eyjólfsson. Ljósmynd/Emil Þór Sigurðsson

Flugfélagið Icelandair og sendiráð Íslands í Berlín efndu til teitis í tilefni af flugi félagsins til Berlínar sem hófst í byrjun nóvember. Einnig var 80 ára afmæli flugfélagsins fagnað. Um það bil 100 manns létu sjá sig í boðinu en á meðal gesta var Stefan Seibert, sem er blaðafulltrúi þýsku ríkisstjórnarinnar og hægri hönd Angelu Merkel kanslara. 

Boðið var upp á góðar veitingar í boðinu og var það Stefán Viðarsson, kokkur hjá Icelandair-hótelunum, sem matreiddi ofan í gestina. Kristjana Arngrímsdóttir söngkona og Kristján Eldjárn, sem gerðu garðinn frægan með Tjarnarkvartettinum á sínum tíma, fluttu íslensk þjóðlög og rímur og Emil Þór Sigurðsson sýndi magnaðar Íslandsmyndir.

Arthúr Björgvin Bollason, kynningar- og markaðsfulltrúi Icelandair í Þýskalandi, var veislustjóri. Eins og sjá má á myndunum var stuð og stemning á mannskapnum. 

Hjónin Martin Eyjólfsson sendiherra og Eva Þengilsdóttir.
Hjónin Martin Eyjólfsson sendiherra og Eva Þengilsdóttir. Ljósmynd/Emil Þór Sigurðsson
Ljósmynd/Emil Þór Sigurðsson
Ljósmynd/Emil Þór Sigurðsson
Hjónin Kristjana Arngrímsdóttir söngkona og Kristján Eldjárn flytja íslensk þjóðlög.
Hjónin Kristjana Arngrímsdóttir söngkona og Kristján Eldjárn flytja íslensk þjóðlög. Ljósmynd/Emil Þór Sigurðsson
Arthúr Björgvin ræðir við Stephanie Schneider frá listviðburðafyrirtækinu ART at …
Arthúr Björgvin ræðir við Stephanie Schneider frá listviðburðafyrirtækinu ART at Berlin. Ljósmynd/Emil Þór Sigurðsson
Ljósmynd/Emil Þór Sigurðsson
Martin Eyjólfsson, Arthúr Björgvin Bollason og Stefán Viðarsson.
Martin Eyjólfsson, Arthúr Björgvin Bollason og Stefán Viðarsson. Ljósmynd/Emil Þór Sigurðsson
Martin Eyjólfsson sendiherra, Stefan Seibert, blaðafulltrúi Angelu Merkel kanslara, og …
Martin Eyjólfsson sendiherra, Stefan Seibert, blaðafulltrúi Angelu Merkel kanslara, og Arthúr Björgvin Bollason veislustjóri, kynningarfulltrúi Icelandair í Þýskalandi. Ljósmynd/Emil Þór Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál