c

Pistlar:

27. júní 2021 kl. 23:58

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Veistu hvað er í förðunarvörunum þínum?

canstockphoto3101340Í þessari grein af vefsíðunni Alliance for Natural Health er fjallað um rannsókn á ýmsum hættulegum efnum sem geta verið í förðunarvörum.

Förðunarvöruiðnaðurinn veltir um 20 trilljón dollurum árlega, en fyrirtækin sem framleiða förðunarvörur veita ekki endilega upplýsingar um þá staðreynd að stórt hlutfall af vörunum er framleitt með PFAS eða „eilífðarefnum“, sem geta valdið alls konar heilsufarsvandamálum og skaðað umhverfi okkar.

Í fæstum tilvikum koma upplýsingar um þessi innihaldsefni fram á umbúðunum, en verið er að leggja fram tillögu í Bandaríkjaþingi, um bann við notkun á þessum „eilífðarefnum“ í förðunarvörum.

RANNSÓKN Á MEIRA EN 200 TEGUNDUM

Í rannsókn[i] sem gerð var á 231 snyrtivörutegund frá Bandaríkjunum og Kanada, var leitað að flúor í vörunum, en hann gefur til kynna að í þeim sé PFAS. Vísindamennirnir fundu flúor í 63 prósentum af make-up-inu, 58 prósentum af augnfarðanum, 47 prósentum af augnaháralitunum og 47 prósentum af varalitunum.

Tuttugu og níu vörutegundir sem í var mikið af flúor voru rannsakaðar ítarlegar og í þeim fundust á bilinu 4 til 13 PFAS kemísk efni. Í einungis einni af þessum vörutegundum kom PFAS fram á lista yfir innihaldsefni.

UPPLÝSINGAR UM PFAS VANTAR VÍÐA

 Einungis 8 prósent af þeim 231 förðunarvörum sem prófaðar voru, greindu frá því í innihaldslýsingu að í þeim væru PFAS. Fyrirtækin komast upp með að gera þetta, vegna þess að alríkislög leyfa undantekningar á skráningu innihaldsefna sem teljast bundin einkaleyfi.

Vísindamennirnir birtu lista yfir þau vörumerki[ii] sem þeir rannsökuðu, en ekki sérstakar vörutegundir, né heldur hversu mikið er af PFAS í þeim. Neytendur geta þó haft í huga að yfirleitt finnst mikið af flúor í vörum sem sagðar eru „endast lengi“ eða vera „vatnsþolnar“, svo það gæti verið gott að sleppa notkun á slíkum vörum.

PFAS í varalit getur farið inn fyrir varirnar með mat og öðru og PFAS í augnaháralit getur farið inn um tárakirtlana. Þegar PFAS kemst inn í blóðið, er það þar til frambúðar og safnast upp – enda er ástæða fyrir því að efnin eru kölluð „eilífðarefni“.

PFAS TENGT VIÐ SJÚKDÓMA

PFAS efnin hafa verið tengd við ýmsa sjúkdóma[iii], svo sem krabbamein í nýrum, krabbamein í blöðruhálskirtli, háþrýsting, skjaldkirtilssjúkdóma, lága fæðingarvigt og ónæmiseituráhrif í börnum. Förðunarvörur ganga inn í gegnum húðina[iv]  og efni sem tekin eru upp í gegnum hana fara beint inn í blóðið[v].  

Það eru ýmis innihaldsefni[vi], önnur en flúor sem gott er að forðst í förðunarvörum, þar á meðal formaldehíð, kvikasilfur og þalöt, isobutyl og isopropyl paraben.

Evrópusambandið hefur bannað eða dregið úr notkun á meira en 1.300 kemískum efnum í förðunarvörum – þó ekki PFAS – en Bandaríkin einungis 11. Það getur því verið mikilvægt fyrir húð og heilsu að velja förðunarvörur sem eru unnar úr náttúrulegum og lífrænum efnum og leggja sig fram um að forðast „eilífðarefnin“.  

Mynd: CanStockPhoto/DarrenBaker

Heimildir: Alliance for Natural Health

[i] https://pubs.acs.org/doi/10.1021/acs.estlett.1c00240

[ii] https://pubs.acs.org/doi/suppl/10.1021/acs.estlett.1c00240/suppl_file/ez1c00240_si_001.pdf

[iii] https://www.atsdr.cdc.gov/pfas/health-effects/index.html

[iv] https://www.salon.com/2014/11/30/5_toxic_chemicals_in_the_products_you_use_every_day_partner/?utm_source=twitter&utm_medium=socialflow

[v] https://green.harvard.edu/news/skin-deep

[vi] https://www.ewg.org/the-toxic-twelve-chemicals-and-contaminants-in-cosmetics

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira