c

Pistlar:

20. janúar 2018 kl. 11:53

Guðrún Bergmann (gudrunbergmann.blog.is)

Góðgerlar gegn sveppasýkingu í leggöngum

Margar konur þjást af sveppasýkingu í leggöngum. Sjálf þekki ég þá vanlíðan sem fylgir henni, því ég þjáðist  af sveppasýkingu í fjölda ára þegar ég var yngri, en með breyttu mataræði og lífsstíl tókst mér að losna við hana. Sveppasýking í leggöngum er einn angi af Candida sveppasýkingu, sem herjar í raun á ristil og þarma, svo það skiptir miklu máli að gerlaflóran þar sé rétt.

Mataræði ræður þar miklu um og til að vinna bug á offjölgun sveppsins í meltingarveginum er algengt að taka þurfi út allan sykur, sælgæti, gosdrykki, mjólkurvörur og í sumum tilvikum hvítt hveiti. Ýmis lyf, sem ekki eru lyfseðilsskyld, geta líka haft slæm áhrif á meltingarveginn, þar með talin algeng verkja- og bólgueyðandi lyf eins og voltaren og ibufen. Sýklalyf eru líka mikill skaðvaldur og drepa í raun góðgerlana í þörmunum, sem gefur þá um leið Candida sveppnum færi á að breiða úr sér um allt.

Mikið álag og streita eru einnig stór þáttur í ójafnvægi á meltingarflórunni, svo og svefnskortur, ýmsir umhverfisþættir sem ásamt erfðum geta hafa áhrif.

GÓÐGERLAR GEGN SVEPPASÝKINGU
Algengt er að konum séu gefin alls konar sveppaeyðandi lyf vegna sveppasýkingar í leggöng, en nú er hægt að fá góðgerla, sem stuðla að breyttu umhverfi þar og draga um leið úr sveppasýkingu í leggöngum. Um er að ræða nýja vöru frá NOW sem heitir Women's Protiotic.

Women’s Probiotic er sérlega samsett úr þremur vísindalega prófuðum góðgerlum, sem stuðla að bættri heilsu kvenna allt í gegnum lífið. Í blöndunni eru L. Rhamanosus HN001 og L. Acidophilus La-14, en rannsóknir hafa sýnt að þeir taka sér bólfestu í leggöngunum og viðhalda þar heilbrigðu pH gildi.

Bæði B. Lactis HN019 og HN001 gerlarnir geta stuðlað að heilbrigðu ónæmiskerfi hjá þunguðum konum og konum með barn á brjósti. HN019 stuðlar líka að jafnvægi í þörmunum og dregur úr loftmyndun og þöndum kvið. Þessir einstöku góðgerlar stuðla að heilbrigðri starfsemi ónæmiskerfisins hjá konum á öllum aldri, sem er mikilvægt þar sem minnst 70% af ónæmisfrumum líkamans er að finna í þörmunum.

EIN TEGUND STYÐUR AÐRA
Orðinu Probiotic má skipta í tvennt. Pro þýðir á grísku styrking á – og biotic þýðir á grísku líf. Góðgerlarnir eru því styrking á lífi í þörmunum, sem hefur síðan áhrif á heilsu alls líkamans.

Til að ná sem bestum árangri í að koma jafnvægi á og styrkja meltingarflóruna og draga úr sveppasýkingu, er best að taka Women’s Probiotic með Probiotic 10 gerlunum frá NOW. Í Probiotic 10 eru tíu mismunandi góðgerlategundir og þessar tvær blöndur styðja vel við hvor aðra til að byggja upp heilbrigðari og öflugri meltingarflóru, stuðla að meira lífi í þörmunum og breyta pH gildinu í leggöngum.

Áætlað er að í þörmum heilbrigðs einstaklings sé að finna 100 trilljón bakteríur og gersveppi. Þær eru því tíu sinnum fleiri en frumur líkamans eru. Allar þessar örverur hafa tilgang í líkama okkar, meðal annars við niðurbrot á fæðu, úrvinnslu úr úrgangi sem situr í þörmunum og ýmislegt fleira. Því er mikilvægt að viðhalda þeim með reglulegri inntöku á góðgerlum.

Heimildir: www.NOWfoods.com og umsagnir frá konum sem hafa notað Women's Probiotic

www.gudrunbergmann.is - gb@gudrunbergmann.is

Guðrún Bergmann

Guðrún Bergmann

Guðrún er einn af frumkvöðlum ýmis konar sjálfsræktarnámskeiða, sem hún hefur haldið í rúm 26 ár. Undanfarin tvö ár hefur hún beint sjónum sínum að heilsunni með námskeiðunum HREINT MATARÆÐI. Annars hafa námskeið hennar spannað vítt svið, en þó alltaf með fókus á hvernig bæta má andlega og líkamlega líðan, ná meiri árangri í starfi og njóta aukinna lífsgæða. Nýjasta bók Guðrúnar er matreiðslubókin HREINT Í MATINN, en það er sextánda bók hennar. Að auki hefur hún þýtt fjölda bóka.

Meira